Bjarni Benediktsson ætlar að tjá sig á blaðamannafundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 13:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Vísir/Anton Brink Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.Uppfært klukkan 14:01Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.Uppfært klukkan 17:15 Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.
Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.Uppfært klukkan 14:01Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.Uppfært klukkan 17:15 Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira