Segir ekki mikið annað í stöðunni en að boða til kosninga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 12:41 Birgitta á leið á þingflokksfundi Pírata í morgun. vísir/anton brink Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. Það er því komið annað hljóð í Pírata en var í morgun þegar þeir lýstu því yfir að þeir myndu frekar vilja mynda nýja ríkisstjórn en boða til kosninga. Heimir Már Pétursson ræddi við Birgittu í beinni útsendingu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2. Þar sagðist hún ekki sjá mikla möguleika á því að mynda starfhæfa ríkisstjórn þó að ef til vill væri hægt að mynda minnihlutastjórn. Það væri þó snúið og Íslendingar hefðu enga reynslu af slíkri stjórn. Sjá einnig:Pírata vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Viðreisn og Vinstri grænir hafa einnig lýst því yfir að það eigi að kjósa og telur Birgitta að meirihluti sé fyrir því í þinginu að boða til kosninga. Á meðan gæti starfsstjórn farið með stjórn landsins en Birgitta sagði að vondur bragur væri á því ef Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi leiða slíka stjórn. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Þolinmæði þjóðarinnar á þrotum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að æskilegast sé að boða til kosninga sem fyrst. 15. september 2017 08:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki sjá mikið annað í stöðunni en að boða til þingkosninga. Það er því komið annað hljóð í Pírata en var í morgun þegar þeir lýstu því yfir að þeir myndu frekar vilja mynda nýja ríkisstjórn en boða til kosninga. Heimir Már Pétursson ræddi við Birgittu í beinni útsendingu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2. Þar sagðist hún ekki sjá mikla möguleika á því að mynda starfhæfa ríkisstjórn þó að ef til vill væri hægt að mynda minnihlutastjórn. Það væri þó snúið og Íslendingar hefðu enga reynslu af slíkri stjórn. Sjá einnig:Pírata vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Viðreisn og Vinstri grænir hafa einnig lýst því yfir að það eigi að kjósa og telur Birgitta að meirihluti sé fyrir því í þinginu að boða til kosninga. Á meðan gæti starfsstjórn farið með stjórn landsins en Birgitta sagði að vondur bragur væri á því ef Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi leiða slíka stjórn. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Þolinmæði þjóðarinnar á þrotum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að æskilegast sé að boða til kosninga sem fyrst. 15. september 2017 08:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45
Þolinmæði þjóðarinnar á þrotum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að æskilegast sé að boða til kosninga sem fyrst. 15. september 2017 08:58