Fyrrverandi alþingismanni svarað Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 15. september 2017 07:00 Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar