Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-3 | Föstu leikatriði KR-inga kláruðu Blika Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2017 19:30 Vísir/Anton KR-ingar sóttu þrjú dýrmæt stig á Kópavogsvelli í kvöld þegar þeir unnu 3-1 sigur á Blikum í 19. umferð Pepsi-deildar karla. Öll þrjú mörk KR-inga í leiknum komu eftir horn eða aukaspyrnur frá Óskari Erni Haukssyni. KR-ingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum en Blikar bitu aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og klikkuðu meðal annars á víti í stöðunni 3-1.Af hverju vann KR? Liðið byrjaði þennan leik bara gríðarlega vel, setti tvö mörk á fyrsti fimmtán mínútunum og gáfu Vesturbæingar þá tóninn. Blikarnir litu hreinlega hræðilega út í fyrri hálfleiknum og áttu voðalega lítið skilið þegar menn gengu til búningsklefa. Heimamenn hresstust örlítið í þeim síðari og minnkuðu strax muninn. Heilt yfir var KR-liðið mun betra í leiknum og höfðu leikmenn greinilega unnið vel í sínum málum eftir tapið gegn ÍBV í síðustu umferð.Hverjir stóðu upp úr? Andre Bjerregaard var fantagóður í leiknum en hann skoraði eitt mark og lagði annað upp. Óskar Örn átti einnig fínan leik fyrir utan mistökin sem hann gerði í upphafi síðari hálfleiks þegar hann færði Blikum mark á silfurfati. Annars var varnarleikur KR-ingar nokkuð þéttur og fengu Blikar fá tækifæri.Hvað gekk illa? Oft á tíðum var varnarleikur Blikana alveg hreint hörmulegur og voru þeir að klikka á algjörum grundvallaratriðum eins og einföld dekkning. Sóknarleikurinn var síðan frekar hugmyndasnauður og miðjuspilið gekk ekki nægilega smurt fyrir sig.Hvað gerist næst? KR-ingar fá KA menn í heimsókn á sunnudaginn og þurfa þeir heldur betur að fá fullt hús stiga í þeim leik. Blikar fara til Grindavíkur og mæta nýliðunum.Maður leiksins: Andre Bjerregaard en allar einkunnir leikmanna má sjá ef ýtt er á Liðin Milos: Versti leikur okkar í sumar„Þetta var mjög slæmt tap og í rauninni slakasti leikur okkar í sumar,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Blika, eftir tapið gegn KR-ingum í kvöld. „Við vorum sérstaklega lélegir í fyrri hálfleik. Föst leikatriði eru rosalega stór partur af fótbolta og við vorum aldrei tilbúnir í þeirra föstu leikatriði. Þeir skora þrjú mörk úr slíkum atvikum. Það er erfitt að vera að elta í svona leik og þetta gekk bara ekki í dag.“ Hann segir að Blikaliðið ráði ekki við líkamlegan styrk KR-inga. „Við vorum bara ekki tilbúnir í þennan slag í kvöld. Þeir skora úr þessum föstu leikatriðum en á móti þegar við fáum þau, þá eru menn ekki einu sinni að stökkva upp í loftið til að reyna skora.“ Milos segir að nú sé Evrópusætið endanlega farið. „Núna vil ég bara sjá strákana svara fyrir þennan skítaleik hér í dag með alvöru frammistöðu á sunndaginn. Þessi Evrópudraumur er bara farinn.“ Willum: Ekki góð tilfinning að stjórna liði gegn syni sínum„Þetta var heldur betur kærkominn sigur. Við vorum staðráðnir í það að bæta upp fyrir þessa slæmu frammistöðu í síðasta leik og menn gerðu það svo sannarlega,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. „Við komum bara á fullu inni í þennan leik og það var allan tímann mikil barátta í liðinu. Alvöru íþróttamenn svara því þegar þeir fá á lúðurinn og það gerðum við í dag. Það er ekki hægt að leggjast í eymd og volæði, heldur svara bara í næsta leik.“ Willum segir að hópurinn hafi í heild sýnt mikinn karakter á Kópavogsvelli í dag. „Blikarnir eru með flott lið og mér fannst þetta hörku fótboltaleikur. Núna verðum við bara að vinna rest. Í fyrra þurftum við að vinna síðustu fimm leikina og núna þurfum við að vinna næstu þrjá. Þá ættum við að krækja í þetta Evrópusæti en við höldum samt sem áður bara áfram að taka einn leik í einu.“ Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Blika í kvöld og lék hann í treyju númer 18. Hann er sonur þjálfara KR. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér fannst það vont að stjórna KR á móti honum og mjög sérstakt. Það er erfitt að lýsa þessu. Fótbolti er stór hluti af minni fjölskyldu og heimilislífinu. Öll börnin fimm eru í fótbolta og við höfum gaman að því að ræða hlutina en það var þegjandi samkomulag að ræða þennan leik ekkert.“ Verður þetta eitthvað rætt við kvöldmatarborðið í kvöld? „Hann fær allavega að borða heima hjá sér.“ Skúli: Markið var beint af æfingasvæðinu„Við urðum að vinna og verðum að vinna það sem eftir er,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Ég er mjög ánægður með stigin þrjú þó svo að leikur okkar heilt yfir hefði mátt vera aðeins betri. Við komum rosalega vel inn í leikinn og byrjuðum vel fyrsti þrjátíu mínúturnar og það kannski varð okkur smá að falli, því við byrjuðum að falla of mikið til baka.“ Skúli skoraði fínt mark í leiknum í dag. „Þetta var bara beint af æfingasvæðinu, svo ég verð að gefa Willum þessa stoðsendingu. Ég geri ráð fyrir því að við verðum að vinna alla okkar leiki. Við eigum síðan Stjörnuna í síðasta leik og vonandi verður það bara úrslitaleikur.“ Pepsi Max-deild karla
KR-ingar sóttu þrjú dýrmæt stig á Kópavogsvelli í kvöld þegar þeir unnu 3-1 sigur á Blikum í 19. umferð Pepsi-deildar karla. Öll þrjú mörk KR-inga í leiknum komu eftir horn eða aukaspyrnur frá Óskari Erni Haukssyni. KR-ingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum en Blikar bitu aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og klikkuðu meðal annars á víti í stöðunni 3-1.Af hverju vann KR? Liðið byrjaði þennan leik bara gríðarlega vel, setti tvö mörk á fyrsti fimmtán mínútunum og gáfu Vesturbæingar þá tóninn. Blikarnir litu hreinlega hræðilega út í fyrri hálfleiknum og áttu voðalega lítið skilið þegar menn gengu til búningsklefa. Heimamenn hresstust örlítið í þeim síðari og minnkuðu strax muninn. Heilt yfir var KR-liðið mun betra í leiknum og höfðu leikmenn greinilega unnið vel í sínum málum eftir tapið gegn ÍBV í síðustu umferð.Hverjir stóðu upp úr? Andre Bjerregaard var fantagóður í leiknum en hann skoraði eitt mark og lagði annað upp. Óskar Örn átti einnig fínan leik fyrir utan mistökin sem hann gerði í upphafi síðari hálfleiks þegar hann færði Blikum mark á silfurfati. Annars var varnarleikur KR-ingar nokkuð þéttur og fengu Blikar fá tækifæri.Hvað gekk illa? Oft á tíðum var varnarleikur Blikana alveg hreint hörmulegur og voru þeir að klikka á algjörum grundvallaratriðum eins og einföld dekkning. Sóknarleikurinn var síðan frekar hugmyndasnauður og miðjuspilið gekk ekki nægilega smurt fyrir sig.Hvað gerist næst? KR-ingar fá KA menn í heimsókn á sunnudaginn og þurfa þeir heldur betur að fá fullt hús stiga í þeim leik. Blikar fara til Grindavíkur og mæta nýliðunum.Maður leiksins: Andre Bjerregaard en allar einkunnir leikmanna má sjá ef ýtt er á Liðin Milos: Versti leikur okkar í sumar„Þetta var mjög slæmt tap og í rauninni slakasti leikur okkar í sumar,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Blika, eftir tapið gegn KR-ingum í kvöld. „Við vorum sérstaklega lélegir í fyrri hálfleik. Föst leikatriði eru rosalega stór partur af fótbolta og við vorum aldrei tilbúnir í þeirra föstu leikatriði. Þeir skora þrjú mörk úr slíkum atvikum. Það er erfitt að vera að elta í svona leik og þetta gekk bara ekki í dag.“ Hann segir að Blikaliðið ráði ekki við líkamlegan styrk KR-inga. „Við vorum bara ekki tilbúnir í þennan slag í kvöld. Þeir skora úr þessum föstu leikatriðum en á móti þegar við fáum þau, þá eru menn ekki einu sinni að stökkva upp í loftið til að reyna skora.“ Milos segir að nú sé Evrópusætið endanlega farið. „Núna vil ég bara sjá strákana svara fyrir þennan skítaleik hér í dag með alvöru frammistöðu á sunndaginn. Þessi Evrópudraumur er bara farinn.“ Willum: Ekki góð tilfinning að stjórna liði gegn syni sínum„Þetta var heldur betur kærkominn sigur. Við vorum staðráðnir í það að bæta upp fyrir þessa slæmu frammistöðu í síðasta leik og menn gerðu það svo sannarlega,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir sigurinn. „Við komum bara á fullu inni í þennan leik og það var allan tímann mikil barátta í liðinu. Alvöru íþróttamenn svara því þegar þeir fá á lúðurinn og það gerðum við í dag. Það er ekki hægt að leggjast í eymd og volæði, heldur svara bara í næsta leik.“ Willum segir að hópurinn hafi í heild sýnt mikinn karakter á Kópavogsvelli í dag. „Blikarnir eru með flott lið og mér fannst þetta hörku fótboltaleikur. Núna verðum við bara að vinna rest. Í fyrra þurftum við að vinna síðustu fimm leikina og núna þurfum við að vinna næstu þrjá. Þá ættum við að krækja í þetta Evrópusæti en við höldum samt sem áður bara áfram að taka einn leik í einu.“ Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Blika í kvöld og lék hann í treyju númer 18. Hann er sonur þjálfara KR. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér fannst það vont að stjórna KR á móti honum og mjög sérstakt. Það er erfitt að lýsa þessu. Fótbolti er stór hluti af minni fjölskyldu og heimilislífinu. Öll börnin fimm eru í fótbolta og við höfum gaman að því að ræða hlutina en það var þegjandi samkomulag að ræða þennan leik ekkert.“ Verður þetta eitthvað rætt við kvöldmatarborðið í kvöld? „Hann fær allavega að borða heima hjá sér.“ Skúli: Markið var beint af æfingasvæðinu„Við urðum að vinna og verðum að vinna það sem eftir er,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, eftir sigurinn. „Ég er mjög ánægður með stigin þrjú þó svo að leikur okkar heilt yfir hefði mátt vera aðeins betri. Við komum rosalega vel inn í leikinn og byrjuðum vel fyrsti þrjátíu mínúturnar og það kannski varð okkur smá að falli, því við byrjuðum að falla of mikið til baka.“ Skúli skoraði fínt mark í leiknum í dag. „Þetta var bara beint af æfingasvæðinu, svo ég verð að gefa Willum þessa stoðsendingu. Ég geri ráð fyrir því að við verðum að vinna alla okkar leiki. Við eigum síðan Stjörnuna í síðasta leik og vonandi verður það bara úrslitaleikur.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti