Vinsælla að horfa á einhvern borða epli á YouTube en mæta á völlinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 12:00 Ólafur Helgi þungt hugsi eftir enn ein slæmu úrslitin á dögunum. Þungu fargi er af honum létt eftir 4-1 sigur á AGF um helgina. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Randers í Superligunni í Danmörku, segist hafa verið hársbreidd frá því að missa starfið. Hann missi þó ekki svefn yfir því heldur sé það hluti af starfi þjálfara. Randers vann sinn fyrsta sigur í deildinni á laugardaginn, sannfærandi 4-1 á útivelli gegn AGF. Heldur betur kærkominn sigur en Ólafur ræddi málin í Akraborginni á X-inu í gær.Viðtalið við Ólaf í Akraborginni má heyra hér að neðan. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er á mála hjá Randers sem hafði ekki landað sigri í fyrstu sjö leikjunum. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í botnsæti deildarinnar með sex stig. Ólafur segir sigurinn þó hafa lyft andanum hjá félaginu, ekki síst því sigurinn var svo sannfærandi. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa sjónvarpsmenn Canal 9 haft aðgang að baksviðs hjá Randers undanfarið og fylgst með öllu því sem fram fer. „Þetta er umdeilt,“ segir Ólafur um ákvörðunina að hleypa sjónvarpsmönnunum inn í klefann. „Gamla skólanum finnst þetta vera komið full nærri. Búningsklefinn er heilagur.“Myndina, sem er um 23 mínútur, má sjá hér að neðan. Ólafur segir að í Danmörku séu menn að reka sig á það að áhuginn hjá yngri kynslóðinni á fótboltanum sé að minnka. Áhuginn virðist vera meiri á því að fylgjast með einhverjum borða epli á YouTube heldur en að mæta á völlinn. Sjálfur hafi hann líka gefið jákvætt svar vegna þess hve gaman honum finnist að horfa á vandaðar myndir sem fjalla um íþróttir. Nefnir hann Hard knocks og þegar farið var á bak við tjöldin hjá Liverpool með Brendan Rodgers. Hann hafi verið spurður hvort hann hefði áhuga, hann hafi ekkert að fela og vilji leggja af mörkum. „Þess vegna sagði ég já,“ segir Ólafur. Fólk hafi fengið að sjá hvernig lífið er í fótboltaklúbbunum. „Það eru margir sem eru mjög hissa á því. Bæði að tónninn sé svona hrár stundum og hvernig sé verið að vinna með leikmenn almennt, hvernig hlutirnir eru dagsdaglega,“ segir Ólafur. Fjarlæðgin í Danmörku sé meiri en heima á Íslandi, segir Ólafur. Tveir þættir af þremur hafa verið sýndir en sá næsti verður sýndur um næstu helgi. Þar fá áhorfendur meðal annars að sjá á bak við tjöldin eftir sigurinn langþráða um síðustu helgi. Stiklu má sjá að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira