Tímamótasamningur í íslenskri rappútgáfu Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2017 10:00 Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds auk Jóns Diðriks, forstjóra Senu, við stofnun Öldu Music. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er almennur samstarfssamningur en þetta snýst í raun um að við erum „partner“ fyrir 300 á Íslandi og við stefnum á að verða það líka fyrir Skandinavíu. Í praxís þýðir þetta að okkar listamenn eru á þeirra „roadmappi“ og við erum dreifingaraðili fyrir þeirra tónlist hér á Íslandi og vonandi víðar. Það þýðir líka að við erum að „teyma upp“ með þeirra taktsmiðum jafnvel fyrir íslenska rappara, þeir fá fyrsta möguleika á þeim listamönnum sem við skrifum undir með hérna heima – við erum í raun virkur „partner“ fyrir þá hérna heima. Þetta er í raun algjör „game changer“ fyrir framtíð Öldu,“ segir Sölvi Blöndal, annar stjórnenda Öldu Music, en fyrirtækið skrifaði undir samstarfssamning við bandaríska hipphoppútgáfufyrirtækið 300 Entertainment nú á dögunum. Sölvi segir samninginn geta þýtt það að íslenskir hipphopplistamenn eigi kost á samvinnu með listamönnum 300 útgáfunnar – en meðal þeirra sem eru undir samningi hjá fyrirtækinu eru Íslandsvinirnir Migos og Young Thug, Fetty Wap, Riff Raff og fleiri. Alda Music var stofnað í fyrra og eru það þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds sem eru í brúnni. Þeir gáfu til að mynda út nýjustu plötu Úlfur Úlfur, Kristalsplötu Páls Óskars og plötu með Ella Grill.Íslandsvinurinn Young Thug er meðal þeirra listamanna sem er á snærum 300 Entertainment.Vísir/Getty300 Entertainment Útgáfufyrirtæki stofnað árið 2012 af Lyor Cohen, Roger Gold, Kevin Liles og Todd Moscowitz. Fyrirtækið fókusar aðallega á hipphopptónlist og eru margir af þeim stærstu í þeim bransa á samningi hjá fyrirtækinu. Lyor Cohen, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins, yfirgaf það nýlega og stjórnar nú tónlistardeild YouTube. Hann er einn af þeim allra stærstu bak við tjöldin í rappbransanum og byrjaði feril sinn hjá umboðsfyrirtækinu Rush þar sem hann landaði sveitum eins og A Tribe Called Quest, EPMD og De La Soul. Hann á einnig heiðurinn af ódauðlegu samstarfi Run-DMC og Adidas auk þess að vera einn af stofnendum Def Jam. Tengdar fréttir Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00 Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er almennur samstarfssamningur en þetta snýst í raun um að við erum „partner“ fyrir 300 á Íslandi og við stefnum á að verða það líka fyrir Skandinavíu. Í praxís þýðir þetta að okkar listamenn eru á þeirra „roadmappi“ og við erum dreifingaraðili fyrir þeirra tónlist hér á Íslandi og vonandi víðar. Það þýðir líka að við erum að „teyma upp“ með þeirra taktsmiðum jafnvel fyrir íslenska rappara, þeir fá fyrsta möguleika á þeim listamönnum sem við skrifum undir með hérna heima – við erum í raun virkur „partner“ fyrir þá hérna heima. Þetta er í raun algjör „game changer“ fyrir framtíð Öldu,“ segir Sölvi Blöndal, annar stjórnenda Öldu Music, en fyrirtækið skrifaði undir samstarfssamning við bandaríska hipphoppútgáfufyrirtækið 300 Entertainment nú á dögunum. Sölvi segir samninginn geta þýtt það að íslenskir hipphopplistamenn eigi kost á samvinnu með listamönnum 300 útgáfunnar – en meðal þeirra sem eru undir samningi hjá fyrirtækinu eru Íslandsvinirnir Migos og Young Thug, Fetty Wap, Riff Raff og fleiri. Alda Music var stofnað í fyrra og eru það þeir Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds sem eru í brúnni. Þeir gáfu til að mynda út nýjustu plötu Úlfur Úlfur, Kristalsplötu Páls Óskars og plötu með Ella Grill.Íslandsvinurinn Young Thug er meðal þeirra listamanna sem er á snærum 300 Entertainment.Vísir/Getty300 Entertainment Útgáfufyrirtæki stofnað árið 2012 af Lyor Cohen, Roger Gold, Kevin Liles og Todd Moscowitz. Fyrirtækið fókusar aðallega á hipphopptónlist og eru margir af þeim stærstu í þeim bransa á samningi hjá fyrirtækinu. Lyor Cohen, einn af forsvarsmönnum fyrirtækisins, yfirgaf það nýlega og stjórnar nú tónlistardeild YouTube. Hann er einn af þeim allra stærstu bak við tjöldin í rappbransanum og byrjaði feril sinn hjá umboðsfyrirtækinu Rush þar sem hann landaði sveitum eins og A Tribe Called Quest, EPMD og De La Soul. Hann á einnig heiðurinn af ódauðlegu samstarfi Run-DMC og Adidas auk þess að vera einn af stofnendum Def Jam.
Tengdar fréttir Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00 Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. 12. september 2017 17:00
Nýtt nafn í útgáfubransanum Í hlutafélagaskrá kemur það fram að stjörnuparið Pálmi Ragnar Ásgeirsson, StopWaitGo-maður, og Dóra Júlía Agnarsdóttir plötusnúður eru að stofna félagið Rok Records ehf. 29. júní 2017 13:00