Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2017 07:55 Kristinn H. Gunnarsson hefur bæst í hóp þeirra fyrrverandi þingmanna sem hugsa Tómasi Guðbjartssyni þegjandi þörfina. Fyrrverandi Alþingismaðurinn Kristinn H. Gunnarsson segir hjartalækninn Tómas Guðbjartsson fara með staðlausa stafi og dylgjur í umfjöllun sinni um virkjunaráform í Hvalá í Árneshreppi. Tilefni pillunnar eru skrif Tómasar og Ólafs Más Björnssonar í Fréttablaðið þann 30. ágúst síðastliðinn. Í greininni Fossar til framtíðar í stað Hvalárvirkjunnar lýsa þeir áformunum sem úlfi í sauðagæru og segja þeir að „breyttri „Hvalárvirkjun“ hafi verið laumað í gegnum þarsíðustu Rammaáætlun, án nauðsynlegrar kynningar og umræðu.“Í grein í Fréttablaðinu í dag segir Kristinn þennan málflutning vera „á lágu plani“ enda sé þarna „dylgjað um óheiðarleika og undirmál.“ Til þess að skýringar Tómasar og Ólafs væru sannar hefði þurft „samsæri“ fjölmargra aðila að mati Kristins. Segir hann öll gögn um Hvalárvirkjun og Rammáætlun hafa verið opinber frá upphafi. „Enginn sem kemur að málinu tekur undir ásakanir og dylgjur Tómasar. Það var enginn blekktur. Engu var laumað í gegn. Eini úlfurinn í sauðargæru sem orðið hefur vart við er Tómas Guðbjartsson sjálfur. Tímabært er að hann komi undan gærunni og skýri hvað honum gengur til,“ segir Kristinn í greininni sem lesa má með því að smella hér.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skrif Tómasar hafa mætt andstöðu fyrrverandi þingmanna. Þannig greindi Vísir frá því í sumar að Sjálfstæðismenn væru komnir með upp í kok af Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. Tengdar fréttir Umræða um Hvalárvirkjun á villigötum Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. 8. september 2017 07:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Fossar til framtíðar í stað Hvalárvirkjunar Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. 30. ágúst 2017 07:00 Tómas á lágu plani Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Fyrrverandi Alþingismaðurinn Kristinn H. Gunnarsson segir hjartalækninn Tómas Guðbjartsson fara með staðlausa stafi og dylgjur í umfjöllun sinni um virkjunaráform í Hvalá í Árneshreppi. Tilefni pillunnar eru skrif Tómasar og Ólafs Más Björnssonar í Fréttablaðið þann 30. ágúst síðastliðinn. Í greininni Fossar til framtíðar í stað Hvalárvirkjunnar lýsa þeir áformunum sem úlfi í sauðagæru og segja þeir að „breyttri „Hvalárvirkjun“ hafi verið laumað í gegnum þarsíðustu Rammaáætlun, án nauðsynlegrar kynningar og umræðu.“Í grein í Fréttablaðinu í dag segir Kristinn þennan málflutning vera „á lágu plani“ enda sé þarna „dylgjað um óheiðarleika og undirmál.“ Til þess að skýringar Tómasar og Ólafs væru sannar hefði þurft „samsæri“ fjölmargra aðila að mati Kristins. Segir hann öll gögn um Hvalárvirkjun og Rammáætlun hafa verið opinber frá upphafi. „Enginn sem kemur að málinu tekur undir ásakanir og dylgjur Tómasar. Það var enginn blekktur. Engu var laumað í gegn. Eini úlfurinn í sauðargæru sem orðið hefur vart við er Tómas Guðbjartsson sjálfur. Tímabært er að hann komi undan gærunni og skýri hvað honum gengur til,“ segir Kristinn í greininni sem lesa má með því að smella hér.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skrif Tómasar hafa mætt andstöðu fyrrverandi þingmanna. Þannig greindi Vísir frá því í sumar að Sjálfstæðismenn væru komnir með upp í kok af Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum.
Tengdar fréttir Umræða um Hvalárvirkjun á villigötum Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. 8. september 2017 07:00 Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30 Fossar til framtíðar í stað Hvalárvirkjunar Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. 30. ágúst 2017 07:00 Tómas á lágu plani Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Umræða um Hvalárvirkjun á villigötum Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. 8. september 2017 07:00
Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Varaþingmaður segir náttúruverndarsinna og borgarbúa hræsnara. 3. júlí 2017 13:30
Fossar til framtíðar í stað Hvalárvirkjunar Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. 30. ágúst 2017 07:00
Tómas á lágu plani Undanfarnar vikur hefur Tómas Guðbjartsson, stundum við annan mann, beitt sér í ræðu og riti gegn virkjun Hvalár í Árneshreppi. Málflutningur hans hefur verið á lágu plani. Hann hefur farið með dylgjur og staðlausa stafi. 14. september 2017 07:00