Um elliglöp Steinunn Þórðardóttir og María K. Jónsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Þórðardóttir Eldri borgarar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun