Heildstæð úttekt sýnir hundraða milljarða gat Sigurður Hannesson skrifar 13. september 2017 07:00 Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sigurður Hannesson Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatengingar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstaklega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð milljarða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við framtíðarvöxt.Brýn innviðaverkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki eingöngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagnatengingar skipa ríkari sess með tímanum.Samstarf einkaaðila og hins opinbera nauðsynlegt Það er morgunljóst að einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verkefna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með byggingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostnaðurinn sé ekkert í líkingu við uppsafnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að innviðum Íslands.Núna er rétti tíminn til framkvæmda Á næstu árum mun draga úr hagvexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða.Greinarhöfundur er Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar