Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2017 19:15 Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Brottvísun Abrahims og Haniye Maleki, afganskra feðgina, sem átti að vísa úr landi á fimmtudag hefur verið frestað. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óeðlilegt að gripið sé fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eigi ekki að ganga jafnt yfir alla. Greint var frá því í fær að embætti ríkislögreglustjóra hefði farið þess á leit við Útlendingastofnun að brottvísun afgöngsku feðginanna, Abrahim og Hanyie Maleki, yrði frestað vegna formgalla. Nú er komið í ljós að brottvísun verður frestað frameftir septembermánuði. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september. Mál feðginanna hefur vakið töluverða athygli. Til að mynda komu fjölmargir saman til að mótmæla brottflutningum á dögunum. Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Hún hefur verið á flótta allt sitt líf og sýnir alvarleg einkenni áfallastreituröskunar. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í umræddu máli. Stofnunin fari að lögum. „Við gætum alltaf að réttindum barna þegar þau fara í gegn um kerfið hjá okkur og tökum tillit til þeirra atriða sem við eigum að gera á grundvelli laga um útlendinga og þeirra mannréttindasáttmála sem við erum skuldbundin af,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið ætlar Samfylkingin ætli að leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt feðginanna. Þá hafa þingmenn Viðreisnar sagst ætla að styðja frumvarpið. „Okkur þykir óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum með aðgerðum sem eiga að ná til einstaklinga en eiga ekki að ganga jafnt yfir alla. Okkur finnst fullkomnlega eðlilegt að fólk beiti sér í málaflokknum með mannúð að leiðarljósi en það má ekki vera handahófskennt gagnvart þeim einstaklingum sem leita inn í þetta kerfi hjá okkur,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30