Belgarnir drjúgir í öruggum sigri Man Utd | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2017 20:30 Belgarnir í liði Manchester United gerðu gæfumuninn í 3-0 sigri á Basel í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Basel vann United þegar liðin mættust síðast í Meistaradeildinni fyrir sex árum en það var lítil hætta á að það endurtæki sig í kvöld. United var mun sterkari aðilinn í leiknum og sótti stíft. Paul Pogba, sem var fyrirliði United í leiknum í kvöld, fór meiddur af velli á 19. mínútu. Í hans stað kom Marouane Fellaini og hann kom United yfir á 35. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Ashley Young. Á 53. mínútu bætti Romelu Lukaku öðru marki við þegar hann skallaði fyrirgjöf Daleys Blind í netið. Marcus Rashford skoraði svo þriðja mark United á 84. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Lokatölur 3-0, United í vil. Meistaradeild Evrópu
Belgarnir í liði Manchester United gerðu gæfumuninn í 3-0 sigri á Basel í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Basel vann United þegar liðin mættust síðast í Meistaradeildinni fyrir sex árum en það var lítil hætta á að það endurtæki sig í kvöld. United var mun sterkari aðilinn í leiknum og sótti stíft. Paul Pogba, sem var fyrirliði United í leiknum í kvöld, fór meiddur af velli á 19. mínútu. Í hans stað kom Marouane Fellaini og hann kom United yfir á 35. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Ashley Young. Á 53. mínútu bætti Romelu Lukaku öðru marki við þegar hann skallaði fyrirgjöf Daleys Blind í netið. Marcus Rashford skoraði svo þriðja mark United á 84. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Lokatölur 3-0, United í vil.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti