Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. september 2017 06:00 Rafmagnsleysið þýðir að íbúar hafa þurft að grípa til prímusa og gamaldags eldstæða. vísir/afp Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagnslaus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norðvestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Bandaríkjunum. 37 létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðsvegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nærliggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og samgöngumannvirki.Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania forsetafrú minntust þeirra sem fórust í árásunum 11. september 2001 í gær.vísir/afp„Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að farsímar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade-sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir hamfaraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkisstjórninni til að hjálpa til við uppbyggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Bandaríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaðamenn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að endurbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Þegar Bandaríkjamenn eru í neyð taka Bandaríkjamenn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarathöfn þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan AccuWeather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagnslaus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norðvestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Bandaríkjunum. 37 létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðsvegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nærliggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og samgöngumannvirki.Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania forsetafrú minntust þeirra sem fórust í árásunum 11. september 2001 í gær.vísir/afp„Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að farsímar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade-sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir hamfaraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkisstjórninni til að hjálpa til við uppbyggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Bandaríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaðamenn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að endurbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Þegar Bandaríkjamenn eru í neyð taka Bandaríkjamenn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarathöfn þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan AccuWeather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira