Erlent

Sænski listamaðurinn Hasse Alfredson er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Hans "Hasse“ Alfredson var einna þekktastur fyrir samstarf sitt með Tage Danielsson.
Hans "Hasse“ Alfredson var einna þekktastur fyrir samstarf sitt með Tage Danielsson. Wikipedia
Sænski rithöfundurinn, grínistinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Hans „Hasse“ Alfredson er látinn, 86 ára að aldri.

Alfredson var einn ástsælasti skemmtikraftur Svíþjóðar og andaðist á sjúkrahúsinu í Danderyd, norður af Stokkhólmi, í gær.

Aldredson var einna þekktastur fyrir samstarf sitt og Tage Danielsson, en þeir störfuðu saman frá sjötta áratugnum og allt til dauða Danielsson árið 1985. Gerðu þeir meðal annars kvikmyndirnar „Att angöra en brygga“, „Picassos äventyr“ og „Äppelkriget“ saman.

Alfredson lætur eftir sig eiginkonuna Gunillu og börnin Daniel, Tomas og Sofi. Daniel og Tomas hafa báðir gert garðinn frægan sem leikstjórar. Þannig hefur Daniel til að mynda leikstýrt Millenium-þríleiknum og Tomas kvikmyndinni Tinker Tailor Soldier Spy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×