Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 05:00 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. vísir/ernir Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira