Næstum þrjátíu brot verið tilkynnt á áratug Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2017 06:00 Þjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Öll kynferðisbrotamál skulu tilkynnt fagráði. vísir/ernir Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Alls hafa 27 kynferðisbrot komið inn á borð fagráðs íslensku þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota síðustu tíu ár, þar sem starfsmenn kirkjunnar eru sakaðir um brot. Að minnsta kosti tveir þolendur eru börn. „Ekki er alltaf um meint kynferðisbrot að ræða heldur einnig ýmis önnur mál sem til dæmis snúa að meintu annars konar ofbeldi,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda og formaður fagráðsins. Hún segir tíu málum að minnsta kosti hafa verið lokið með sátt milli allra aðila á þessu tímabili. „Mörg þessara 27 mála voru fyrnd en ávallt er tekið á móti fólki og hlustað á sögu þess. Mörg vilja ekki fara með málin lengra en þykir rétt og gott að vita að tekið er á móti þeim og þeim veittur allur þá stuðningur sem hægt er að veita,“ segir Elína Hrund.Elína Hrund KristjánsdóttirÞjóðkirkjan setti sér starfsreglur árið 1998 um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Reglurnar taka aðeins til meintra brota sem framin eru af starfsmanni kirkjunnar, hvort sem um er að ræða einstakling í fastri stöðu, tímabundinni eða sjálfboðaliðastarfi á vegum kirkjunnar. Samkvæmt reglum skulu öll kynferðisbrotamál fara til fagráðs og óheimilt er að afgreiða kynferðisbrot innan söfnuða. Fagráð hefur ekki úrslitavald til að beina málum til lögreglu að mati formanns. Þolendum stendur þó sú leið auðvitað til boða og stuðningur kirkju er veittur. Hins vegar er öllum málum er varða börn vísað til barnaverndar. Tvö mál hafa komið upp varðandi ungleiðtoga sem farið hafa til barnaverndar og þaðan til lögreglu. „Dómsmál hafa gengið þar sem viðkomandi meintur brotamaður var sýknaður af ásökunum en viðkomandi sóknarnefnd og söfnuður voru ekki sátt og fór málið þá til úrskurðarnefndar og var sá aðili færður til í starfi,“ bætir Elína Hrund við. Fagráð kirkjunnar er skipað, auk Elínu, þeim Sigurði Rafni A. Levy sálfræðingi og Höllu Bachman lögfræðingi. Varamenn eru þau Kjartan Sigurbjörnsson sjúkrahússprestur og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira