Spænska landsliðið sem hefur titil að verja sló út Tyrki á heimavelli þeirra í 8-liða úrslitum Eurobasket fyrr í dag með sautján stiga sigri 73-56. Mætir spænska liðið því þýska í 8-liða úrslitum.
Spánverjar náðu strax forskotinu í upphafi og náðu um tíma tólf stiga forskoti í fyrri hálfleik en leiddu 33-25 í hálfleik. Tyrkir héldu í við spænska liðið í þriðja leikhluta en um miðbik fjórða leikhluta settu Spánverjar í fluggír og gerðu út um leikinn.
Ricky Rubio var stigahæstur hjá spænska liðinu með fimmtán stig en Gasol-bræðurnir Marc og Pau voru með 21 stig samanlagt.
Í lokaleik 16-liða úrslitanna mættust Króatía og Rússland en góður þriðji leikhluti Rússa gerði út um leikinn. Tóku þeir fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn en bættu ellefu stigum við það í þriðja leikhluta og sigldu sigrinum heim í fjórða leikhluta.
Rússar mæta Grikkjum í 8-liða úrslitunum.
