Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur Ó 0-0 │Vesturlandið féll Árni Jóhannsson skrifar 30. september 2017 17:30 Vesturlandið féll úr deild hinna bestu í dag Vísir/Hanna Andrésdóttir ÍA og Víkingur frá Ólafsvík deildu stigunum bróðurlega á milli sín þegar þau mættust á Norðurálsvellinum fyrr í dag. Leikurinn var liður í seinustu umferð Pepsi-deildar karla og með góðum úrslitum hjá sér og annarsstaðar hefðu Ólsarar getað bjargað sér frá falli en þeir þurftu að vinna sinn leik til að eiga möguleika á því. Svo varð ekki og verður að segja að ákafinn í þessum leik var ansi lítill miðað við það að möguleiki á að bjarga sæti sínu í deildinni. Víkingur gerði ekki nóg en ÍBV gerði það og þeir verða því í Pepsi deildinni að ári. Leikurinn var mjög bragðdaufur en bestu færin komu í seinni hálfleik en í þeim fyrri brenndi Albert Hafsteinsson af víti en Christian Martinez varði það frábærlega.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Hvorugt liðið gerði nóg á sóknarþriðjungi vallarins. Víkingur Ól. byrjaði leikinn ekki fyrr en í seinni hálfleik og þá hittu þeir fyrir Árna Snæ Ólafsson sem varði allt sem kom á markið en það var kannski ekki mikið af skotum þó. Skagamenn brenndu af víti eins og áður segir en þeir eru bara ekki með nógu gott sóknarlið til að klára leiki eins og þessa, það var t.d. mjög lítið að gera hjá Martinez hinum megin á vellinum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða. Boltinn barst milli liða mest allan leikinn en sendingar á seinasta þriðjung voru oft á tíðum afleitar. Þau fáu færi sem mynduðust voru varin af markvörðum leiksins.Bestir á vellinum? Markmenn liðana munu fá sömu einkunn fyrir þennan leik en Árni Snær Ólafsson tekur nafnbótina Maður leiksins að þessu sinni en hann hafði örlítið meira að gera í leiknum. Aðra er varla hægt að tala um.Hvað gerist næst?Nú er Pepsi deildinni lokið þetta sumarið og munu ÍA og Víkingur Ólafsvík leika í Inkasso deildinni að ári. Skagamenn enda mótið á aðeins jákvæðari nótunum og geta byggt á því í vetur að hafa ekki tapað í fimm leikjum og haldið hreinu í tveimur síðustu. Ólsarar þurfa að endurbyggja lið sitt eins og oft áður líklega og reyna að sannfæra Ejub Purisevic um að halda áfram en hann gat ekki sagt til um það hvort svo yrði.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA á lokametrum tímabilsinsvísir/vilhelmJón Þór Hauksson: Við hefður samt viljað klára þetta með sigriÞjálfari ÍA var ekki ánægður með úrslit leiksins og taldi að Skagamenn hefðu getað stolið þessum sigri ef þeir hefðu spilað ögn betur og verið mun ákafari. „Það eru alltof mörg atvik þar sem við hefðum getað farið fyrr af stað og reynt að hreyfa þá betur. Mér fannst við of mikið að bíða ég hefði viljað fá snarpari sóknarleik hjá mínum mönnum en við fengum að vísu nokkur færi til að klára þennan leik. Ég er mjög ósáttur við að hafa ekki unnið þennan leik því við höfðum tækifæri á því. Það er svo ansi dýrt að brenna af víti í þessum leik en það hefði að sjálfsögðu breytt þessum leik og hundfúlt að ná ekki marki“. Nú þegar tímabilinu er lokið þá fer í hönd hinn hefðbundni þjálfarakapall hjá liðunum og er Jón Þór eitt spilið í stokknum en hann er ekki orðinn fastráðinn hjá Skagamönnum. „Það er ekkert orðið ljóst með mín mál en kemur vonandi í ljós í næstu viku. Ég get ekkert tjáð mig um þau mál að öðru leyti“. Jón Þór var að lokum spurður hvort það væri ekki hægt að vera ánægður með seinustu leiki tímabilsins hjá Skagamönnum en þeir voru taplausir í seinustu fimm leikjunum. „Við hefðum að sjálfsögðu viljað vinna þessa leiki en jú það er hægt að vera ánægður samt. Við erum að þétta varnarleikinn hjá okkur, þetta er annar leikurinn í röð sem við höldum hreinu og það er mjög jákvætt og langt síðan við töpuðum leik þannig að það eru jákvæðir hlutir í þessu. Við hefðum samt viljað klára þetta með sigri, það er alveg klárt“.Ejub og félagar leika í Inkasso deildinni að árivísir/stefánEjub Purisevic: Ejub sjálfur veit ekki hvort hann verði með liði áfram Þjálfari Víkings frá Ólafsvík var að vonum niðurlútur þegar blaðamaður Vísis náði á hann eftir leikinn á móti ÍA fyrr í dag. Hann reyndi samt að tína til jákvæða hluti þrátt fyrir að hans menn væru fallnir úr Pepsi deildinni. „Ég veit ekki hvort þetta sé sanngjörn niðurstaða úr leiknum, mér fannst við alveg geta sett eitt mark í seinni hálfleik. Það er samt erfitt að tala um þetta akkúrat núna“. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi mér fannst við gera nóg til að skora eitt margt. Það er kannski ekki margt meira að segja um það“. Hann var því næst beðinn um að tína til jákvæðu hlutina úr vonbrigða tímabili. „Það er hellingur sem er jákvætt hægt að taka frá tímabilinu. Fyrir mót var spurt að því hvort við værum með keppnishæft lið. Vandamálin voru bara í lok tímabils. Við erum með fullt af meiðslum hjá okkur, þannig að við erum líklega 30% lakari en við erum samt alltaf að skríða í átt að markmiðum okkar. Viljinn var góður í hópnum og stemmningin líka. Vonbrigðin voru að falla en það eru engin vonbrigði með liðið sjálft, leikmenn gerðu eins og þeir gátu og við erum að falla um leið og við setjum stigamet fyrir Víking Ólafsvík í úrvalsdeildinni. Þannig að það er mikið jákvætt hægt að taka frá tímabilinu“. Ejub var að lokum spurður út í framhaldið hjá honum en það er ekki ljóst hvort hann verði áfram með liðið. Hann var spurður að því hvað verður um Ejub? „Ejub sjálfur veit ekki hvort hann verði áfram með liðið, þannig að það er kannski erfitt að svara öðrum. Ég ætla að fara í frí með fjölskyldunni og hlusta á hvað fjölskyldan segir um þessi mál og hlusta á þau“. Pepsi Max-deild karla
ÍA og Víkingur frá Ólafsvík deildu stigunum bróðurlega á milli sín þegar þau mættust á Norðurálsvellinum fyrr í dag. Leikurinn var liður í seinustu umferð Pepsi-deildar karla og með góðum úrslitum hjá sér og annarsstaðar hefðu Ólsarar getað bjargað sér frá falli en þeir þurftu að vinna sinn leik til að eiga möguleika á því. Svo varð ekki og verður að segja að ákafinn í þessum leik var ansi lítill miðað við það að möguleiki á að bjarga sæti sínu í deildinni. Víkingur gerði ekki nóg en ÍBV gerði það og þeir verða því í Pepsi deildinni að ári. Leikurinn var mjög bragðdaufur en bestu færin komu í seinni hálfleik en í þeim fyrri brenndi Albert Hafsteinsson af víti en Christian Martinez varði það frábærlega.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli? Hvorugt liðið gerði nóg á sóknarþriðjungi vallarins. Víkingur Ól. byrjaði leikinn ekki fyrr en í seinni hálfleik og þá hittu þeir fyrir Árna Snæ Ólafsson sem varði allt sem kom á markið en það var kannski ekki mikið af skotum þó. Skagamenn brenndu af víti eins og áður segir en þeir eru bara ekki með nógu gott sóknarlið til að klára leiki eins og þessa, það var t.d. mjög lítið að gera hjá Martinez hinum megin á vellinum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða. Boltinn barst milli liða mest allan leikinn en sendingar á seinasta þriðjung voru oft á tíðum afleitar. Þau fáu færi sem mynduðust voru varin af markvörðum leiksins.Bestir á vellinum? Markmenn liðana munu fá sömu einkunn fyrir þennan leik en Árni Snær Ólafsson tekur nafnbótina Maður leiksins að þessu sinni en hann hafði örlítið meira að gera í leiknum. Aðra er varla hægt að tala um.Hvað gerist næst?Nú er Pepsi deildinni lokið þetta sumarið og munu ÍA og Víkingur Ólafsvík leika í Inkasso deildinni að ári. Skagamenn enda mótið á aðeins jákvæðari nótunum og geta byggt á því í vetur að hafa ekki tapað í fimm leikjum og haldið hreinu í tveimur síðustu. Ólsarar þurfa að endurbyggja lið sitt eins og oft áður líklega og reyna að sannfæra Ejub Purisevic um að halda áfram en hann gat ekki sagt til um það hvort svo yrði.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA á lokametrum tímabilsinsvísir/vilhelmJón Þór Hauksson: Við hefður samt viljað klára þetta með sigriÞjálfari ÍA var ekki ánægður með úrslit leiksins og taldi að Skagamenn hefðu getað stolið þessum sigri ef þeir hefðu spilað ögn betur og verið mun ákafari. „Það eru alltof mörg atvik þar sem við hefðum getað farið fyrr af stað og reynt að hreyfa þá betur. Mér fannst við of mikið að bíða ég hefði viljað fá snarpari sóknarleik hjá mínum mönnum en við fengum að vísu nokkur færi til að klára þennan leik. Ég er mjög ósáttur við að hafa ekki unnið þennan leik því við höfðum tækifæri á því. Það er svo ansi dýrt að brenna af víti í þessum leik en það hefði að sjálfsögðu breytt þessum leik og hundfúlt að ná ekki marki“. Nú þegar tímabilinu er lokið þá fer í hönd hinn hefðbundni þjálfarakapall hjá liðunum og er Jón Þór eitt spilið í stokknum en hann er ekki orðinn fastráðinn hjá Skagamönnum. „Það er ekkert orðið ljóst með mín mál en kemur vonandi í ljós í næstu viku. Ég get ekkert tjáð mig um þau mál að öðru leyti“. Jón Þór var að lokum spurður hvort það væri ekki hægt að vera ánægður með seinustu leiki tímabilsins hjá Skagamönnum en þeir voru taplausir í seinustu fimm leikjunum. „Við hefðum að sjálfsögðu viljað vinna þessa leiki en jú það er hægt að vera ánægður samt. Við erum að þétta varnarleikinn hjá okkur, þetta er annar leikurinn í röð sem við höldum hreinu og það er mjög jákvætt og langt síðan við töpuðum leik þannig að það eru jákvæðir hlutir í þessu. Við hefðum samt viljað klára þetta með sigri, það er alveg klárt“.Ejub og félagar leika í Inkasso deildinni að árivísir/stefánEjub Purisevic: Ejub sjálfur veit ekki hvort hann verði með liði áfram Þjálfari Víkings frá Ólafsvík var að vonum niðurlútur þegar blaðamaður Vísis náði á hann eftir leikinn á móti ÍA fyrr í dag. Hann reyndi samt að tína til jákvæða hluti þrátt fyrir að hans menn væru fallnir úr Pepsi deildinni. „Ég veit ekki hvort þetta sé sanngjörn niðurstaða úr leiknum, mér fannst við alveg geta sett eitt mark í seinni hálfleik. Það er samt erfitt að tala um þetta akkúrat núna“. „Þetta er kannski ekki eins sárt að vita til þess að ÍBV hafi unnið sinn leik sannfærandi, fyrst við náðum ekki að klára okkar leik. Ég er samt áður ánægður með mitt lið, frammistöðuna, viljann og baráttu og allt saman. Eins og ég segi mér fannst við gera nóg til að skora eitt margt. Það er kannski ekki margt meira að segja um það“. Hann var því næst beðinn um að tína til jákvæðu hlutina úr vonbrigða tímabili. „Það er hellingur sem er jákvætt hægt að taka frá tímabilinu. Fyrir mót var spurt að því hvort við værum með keppnishæft lið. Vandamálin voru bara í lok tímabils. Við erum með fullt af meiðslum hjá okkur, þannig að við erum líklega 30% lakari en við erum samt alltaf að skríða í átt að markmiðum okkar. Viljinn var góður í hópnum og stemmningin líka. Vonbrigðin voru að falla en það eru engin vonbrigði með liðið sjálft, leikmenn gerðu eins og þeir gátu og við erum að falla um leið og við setjum stigamet fyrir Víking Ólafsvík í úrvalsdeildinni. Þannig að það er mikið jákvætt hægt að taka frá tímabilinu“. Ejub var að lokum spurður út í framhaldið hjá honum en það er ekki ljóst hvort hann verði áfram með liðið. Hann var spurður að því hvað verður um Ejub? „Ejub sjálfur veit ekki hvort hann verði áfram með liðið, þannig að það er kannski erfitt að svara öðrum. Ég ætla að fara í frí með fjölskyldunni og hlusta á hvað fjölskyldan segir um þessi mál og hlusta á þau“.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti