Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 11:00 Teikning af mögulegri bækistöð á Mars. SpaceX Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan. SpaceX Vísindi Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna að því að senda fyrsta geimfar þeirra til Mars árið 2022. Tveimur árum seinna verða menn sendir til plánetunnar rauðu. Þetta kom fram í ræðu Elon Musk í Ástralíu nú í nótt. Þar sagði hann að SpaceX ætlaði að byggja eldflaug og geimfar sem flutt gæti fjölda fólks til Mars og væri jafnvel hægt að nota til fólksflutninga hér á jörðinni. Hægt væri að fara hvert sem er á Jörðinni á innan við klukkustund. „Ef við ætlum að byggja þetta til þess að fara til tunglsins og til Mars, af hverju ekki að fara einnig til annarra staða?“ sagði Musk í Ástralíu.SpaceX hefur umturnað þeim iðnaði sem snýr að geimferðum og má segja að fyrirtækið og Musk hafi endurkveikt áhuga fólks á geimferðum. Geimfarið sem fyrirtækið ætlar að byggja kallast BFR, eða Big Fucking Rocket og Musk sagðist telja að hann og starfsmenn hans hefðu fundið leiðir til að borga fyrir smíði hennar. Ræðu Musk í nótt var ætlað að vera nokkurs konar viðbót við ræðu sem hann flutti í Mexíkó í fyrra. Þar kynnti hann gríðarlega stóra geimflaug sem nota átti til að senda milljón manns til Mars á næstu 50 til 100 árum.SpaceX gæti notað BFR til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur í dag og meira en það.SpaceXNú hefur hugmyndinni verið breitt nokkuð. Bæði geimfarið og eldflaugin sem mun koma því í geiminn eru minni. Þá væri hægt að nota farið til allra þeirra verka sem fyrirtækið vinnur að í dag. Það er að senda gervihnetti á sporbraut um Jörðina og senda birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stendur að breyta starfsemi SpaceX mikið með það markmið í huga að nota allar tekjur þess til að byggja BFR. SpaceX vinnur nú að því að fljúga með ónafngreinda ferðamenn hring í kringum Tunglið. Í ræðu sinni í nótt sagði Musk að hægt væri að byggja geimstöð á Tunglinu og sagði undarlegt að það hefði ekki verið gert nú þegar. NASA og Roscosmos tilkynntu þó í vikunni að stofnanirnar hefðu gert samkomulag um að vinna saman að byggingu geimstöðvar á sporbraut um Tunglið.Sjá má alla ræðu Elon Musk hér að neðan.
SpaceX Vísindi Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira