Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 23:57 Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price. Vísir/AFP Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur beðist afsökunar á því að hafa flogið með einkaþotum til að sinna opinberum erindagjörðum. Hann hyggst greiða kostnað vegna flugferðanna til baka og lofar bandarískum skattgreiðendum að fljúga með almennum flugfélögum vegna vinnu héðan í frá. BBC greinir frá. Price hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferðir sínar með einkaþotunum en hann baðst afsökunar á þeim í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar. Rannsókn Politico leiddi í ljós að Price hafði flogið 24 sinnum með einkaþotu síðan í byrjun maí en heildarkostnaður vegna flugferðanna er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Í dag mun ég skrifa ávísun upp á útgjöld mín vegna flugferða í einkaþotum. Skattgreiðendur munu ekki borga krónu fyrir sæti mitt í slíkum vélum,“ sagði í yfirlýsingu sem Price sendi frá sér í dag.„Sér til“ hvort hann víki Price úr starfi Auk Price sæta tveir meðlimir ríkisstjórnar Trumps rannsókn vegna notkunar á einkaþotum við störf sín. Fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, er sakaður um að hafa ræst sérstaklega út þotu til að skoða sólmyrkvann í ágúst síðastliðnum ásamt konu sinni. Þá hefur Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, eytt um 58 þúsund dölum (rúmum 6 milljónum íslenskra króna) í flug með einkaþotum. Aðspurður sagðist Trump ætla að „sjá til“ hvort hann víki Price úr starfi vegna ferðalaganna en Price er meðal annars grunaður um að hafa flogið milli Washington DC til borgarinnar Nashville í Tennessee-ríki. Þar varði hann tæpum 90 mínútum á skipulögðum viðburðum og fékk sér að því búnu hádegisverð með syni sínum. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur beðist afsökunar á því að hafa flogið með einkaþotum til að sinna opinberum erindagjörðum. Hann hyggst greiða kostnað vegna flugferðanna til baka og lofar bandarískum skattgreiðendum að fljúga með almennum flugfélögum vegna vinnu héðan í frá. BBC greinir frá. Price hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ferðir sínar með einkaþotunum en hann baðst afsökunar á þeim í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar. Rannsókn Politico leiddi í ljós að Price hafði flogið 24 sinnum með einkaþotu síðan í byrjun maí en heildarkostnaður vegna flugferðanna er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Í dag mun ég skrifa ávísun upp á útgjöld mín vegna flugferða í einkaþotum. Skattgreiðendur munu ekki borga krónu fyrir sæti mitt í slíkum vélum,“ sagði í yfirlýsingu sem Price sendi frá sér í dag.„Sér til“ hvort hann víki Price úr starfi Auk Price sæta tveir meðlimir ríkisstjórnar Trumps rannsókn vegna notkunar á einkaþotum við störf sín. Fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, er sakaður um að hafa ræst sérstaklega út þotu til að skoða sólmyrkvann í ágúst síðastliðnum ásamt konu sinni. Þá hefur Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, eytt um 58 þúsund dölum (rúmum 6 milljónum íslenskra króna) í flug með einkaþotum. Aðspurður sagðist Trump ætla að „sjá til“ hvort hann víki Price úr starfi vegna ferðalaganna en Price er meðal annars grunaður um að hafa flogið milli Washington DC til borgarinnar Nashville í Tennessee-ríki. Þar varði hann tæpum 90 mínútum á skipulögðum viðburðum og fékk sér að því búnu hádegisverð með syni sínum.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira