Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 21:47 Frá Suðurlandsvegi. vísir/andri marinó Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira