Spenna vex í Katalóníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. september 2017 06:00 Þúsundir söfnuðust saman á götum Barcelona til að krefjast þess að atkvæðagreiðslan færi fram. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Spænsk stjórnvöld halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fyrirhuguð er næstkomandi sunnudag. Katalónar halda hins vegar málstað sínum til streitu. Í gær innsiglaði lögreglan í Barcelona vöruhús þar sem talið var að ólögmætir kjörseðlar væru geymdir. Þá hefur verið lagt hald á um tíu milljónir kjörseðla, auk annarra kjörgagna, auk þess sem heimasíður með upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa verið teknar niður. Þúsundir lögregluþjóna úr öðrum landshlutum hafa verið sendir til höfuðborgar héraðsins til að hafa hemil á fólki og héraðsstjórninni. Þá hefur verið fjölgað í heimavarnarliðinu yfir helgina. Tæplega sautján þúsund manns eru í lögregluliði Barcelona, Mossos d’Esquarda. Yfirstjórn spænsku lögreglunnar hefur fyrirskipað þeim að koma í veg fyrir kosningarnar. Yfirmenn Mossos segja hins vegar að það væri að hella olíu á eldinn taki menn þeirra þátt í slíkum aðgerðum. Katalónskir nemar og aðgerðasinnar, um sextán þúsund talsins, brugðust við tíðindunum með því að marsera um götur borgarinnar. Þegar heimasíðurnar höfðu verið teknar niður brást Carles Puigdemont, forseti héraðsins, við með tísti þar sem hann minnti íbúa á að allar upplýsingar um kosningarnar mætti finna í smáforriti. „Það eru mistök að halda að hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin með því að hóta opinberum katalónskum starfsmönnum handtöku. Að halda áfram á þeirri braut mun aðeins auka á spennu og koma í veg fyrir að leið finnist úr deilunni,“ skrifaði Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, í aðsendri grein í The Guardian sem birtist í gær. Biðlar hún þar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að koma að borðinu og vinna að lausn deilunnar. „Það sem er í gangi á Spáni nú er alvarlegt brot á lýðræðislegum réttindum,“ sagði Raúl Romeva, utanríkisráðherra Katalóníu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. „Við köllum eftir því að stofnanir ESB taki afstöðu. Það er verið að traðka á lýðræðinu.“ Innanríkisráðherra Spánar, José Antonio Nieto, segir að Katalónar geti mótmælt á sunnudag, eða fagnað, ef þeir vilji. Kosningin sé hins vegar andstæð spænskum lögum. Þeim sé óheimilt að fara á svig við lögin. „Kosningin er ekki glæpur og ekki ógn við öryggi almennings eða landsins. Það er ótrúlegt að spænsk stjórnvöld komi fram við okkur líkt og við höfum lýst yfir stríði,“ segir forsetinn Puigdemont. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á tímamótumKatalónía er sjálfstjórnarhérað í norðausturhluta Spánar. Íbúar þess eru um 7,5 milljónir eða um 15 prósent af íbúafjölda Spánar. Hins vegar er héraðið ábyrgt fyrir rúmum fimmtungi af landsframleiðslu landsins. Héraðið á ríka sögu sem nær aftur til 12. aldar og íbúar hafa sérstakt tungumál. Meðan Spánn var undir hæl Francos var nokkuð níðst á Katalónum. Þeir voru neyddir til að taka upp spænsk nöfn, tungumálið var bannað auk ýmissa séreinkenna menningar þeirra. Kosningin á sunnudag verður önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði héraðsins á þremur árum. Síðast sögðu um 80 prósent já en kosningaþátttaka var dræm. Skoðanakannanir benda til þess að minnihluti vilji segja skilið við Spán en mikill meirihluti vill fá að halda löglega kosningu um efnið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Spænsk stjórnvöld halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóna sem fyrirhuguð er næstkomandi sunnudag. Katalónar halda hins vegar málstað sínum til streitu. Í gær innsiglaði lögreglan í Barcelona vöruhús þar sem talið var að ólögmætir kjörseðlar væru geymdir. Þá hefur verið lagt hald á um tíu milljónir kjörseðla, auk annarra kjörgagna, auk þess sem heimasíður með upplýsingum um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafa verið teknar niður. Þúsundir lögregluþjóna úr öðrum landshlutum hafa verið sendir til höfuðborgar héraðsins til að hafa hemil á fólki og héraðsstjórninni. Þá hefur verið fjölgað í heimavarnarliðinu yfir helgina. Tæplega sautján þúsund manns eru í lögregluliði Barcelona, Mossos d’Esquarda. Yfirstjórn spænsku lögreglunnar hefur fyrirskipað þeim að koma í veg fyrir kosningarnar. Yfirmenn Mossos segja hins vegar að það væri að hella olíu á eldinn taki menn þeirra þátt í slíkum aðgerðum. Katalónskir nemar og aðgerðasinnar, um sextán þúsund talsins, brugðust við tíðindunum með því að marsera um götur borgarinnar. Þegar heimasíðurnar höfðu verið teknar niður brást Carles Puigdemont, forseti héraðsins, við með tísti þar sem hann minnti íbúa á að allar upplýsingar um kosningarnar mætti finna í smáforriti. „Það eru mistök að halda að hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin með því að hóta opinberum katalónskum starfsmönnum handtöku. Að halda áfram á þeirri braut mun aðeins auka á spennu og koma í veg fyrir að leið finnist úr deilunni,“ skrifaði Ada Colau, borgarstjóri Barcelona, í aðsendri grein í The Guardian sem birtist í gær. Biðlar hún þar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að koma að borðinu og vinna að lausn deilunnar. „Það sem er í gangi á Spáni nú er alvarlegt brot á lýðræðislegum réttindum,“ sagði Raúl Romeva, utanríkisráðherra Katalóníu, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. „Við köllum eftir því að stofnanir ESB taki afstöðu. Það er verið að traðka á lýðræðinu.“ Innanríkisráðherra Spánar, José Antonio Nieto, segir að Katalónar geti mótmælt á sunnudag, eða fagnað, ef þeir vilji. Kosningin sé hins vegar andstæð spænskum lögum. Þeim sé óheimilt að fara á svig við lögin. „Kosningin er ekki glæpur og ekki ógn við öryggi almennings eða landsins. Það er ótrúlegt að spænsk stjórnvöld komi fram við okkur líkt og við höfum lýst yfir stríði,“ segir forsetinn Puigdemont. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía á tímamótumKatalónía er sjálfstjórnarhérað í norðausturhluta Spánar. Íbúar þess eru um 7,5 milljónir eða um 15 prósent af íbúafjölda Spánar. Hins vegar er héraðið ábyrgt fyrir rúmum fimmtungi af landsframleiðslu landsins. Héraðið á ríka sögu sem nær aftur til 12. aldar og íbúar hafa sérstakt tungumál. Meðan Spánn var undir hæl Francos var nokkuð níðst á Katalónum. Þeir voru neyddir til að taka upp spænsk nöfn, tungumálið var bannað auk ýmissa séreinkenna menningar þeirra. Kosningin á sunnudag verður önnur þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði héraðsins á þremur árum. Síðast sögðu um 80 prósent já en kosningaþátttaka var dræm. Skoðanakannanir benda til þess að minnihluti vilji segja skilið við Spán en mikill meirihluti vill fá að halda löglega kosningu um efnið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira