Vatnaskil Hörður Ægisson skrifar 29. september 2017 06:00 Fordæmalaus vöxtur í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur umbylt íslensku efnahagslífi. Fátt bendir til annars en að þær breytingar sem hafa orðið á hagkerfinu með þessari nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugrein verði varanlegar. Erlenda staðan hefur þannig tekið stakkaskiptum, sparnaðarstigið aldrei mælst hærra og vegna viðvarandi viðskiptaafgangs er Ísland orðið að fjármagnsútflytjanda. Jafnvægisgengi krónunnar hefur því hækkað verulega og vextir af þeim sökum verið lægri en ella án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Allt hefur þetta stuðlað að stórbættum kaupmætti almennings. Staðan í efnahagsmálum væri því allt önnur og verri ef ekki hefði komið til uppgangur ferðaþjónustunnar. Í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans er bent á að um 40 til 50 prósent af heildarhagvexti frá 2010 megi skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þá skapar greinin orðið rúmlega 40 prósent af öllum útflutningstekjum þjóðarbúsins sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Á síðustu tveimur árum hefði verið umtalsverður halli á viðskiptum við útlönd, sem hefði þýtt gengisveikingu og meiri verðbólgu, ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar. Við slíkar aðstæður hefði eitt stærsta verkefni stjórnvalda – afnám fjármagnshafta – reynst mun erfiðara viðfangs. Það kemur því ekki á óvart að nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi þess af þeim sökum að ráðist verði í stórfelldar fjárfestingar í hinum ýmsu innviðum landsins á komandi árum, en þar skiptir ekki hvað síst máli uppbygging Keflavíkurflugvallar. Sú staðreynd að rekstrarfélag flugvallarins er að fullu í eigu ríkisins hefur haldið aftur af nauðsynlegri stækkun hans. Ríkið hlýtur að skoða aðkomu einkafjárfesta í því skyni að flýta þar fyrir nauðsynlegri uppbyggingu. Uppgangur ferðaþjónustunnar, eins og undirstrikað er í greiningu Landsbankans, ræðst að stórum hluta af framboði á flugferðum til og frá landinu. Þar munar langsamlega mest um Icelandair og WOW air, sem eru samanlagt með yfir 80 prósenta markaðshlutdeild, og því ljóst að Ísland á mikið undir því að ekki verði truflanir á starfsemi íslensku flugfélaganna. Færa má fyrir því rök, rétt eins og átti við um bankana í aðdraganda fjármálahrunsins, að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika. Það eru að verða vatnaskil í íslenskri ferðaþjónustu. Sá gríðarlegi vöxtur sem greinin hefur upplifað er að baki. Tugprósenta gengishækkun og miklar samningsbundnar launahækkanir hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar og valdið því að það er farið að hægja á fjölgun ferðamanna. Til lengri tíma er þetta jákvæð þróun. Gengisstyrking krónunnar hefur gegnt lykilhlutverki í að halda aftur af ósjálfbærum vexti ferðaþjónustunnar og um leið stuðlað að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem mörg hver hafa spennt bogann of hátt og horfa upp á versnandi afkomu, þurfa að fást við breyttar aðstæður með því að leita leiða til hagræðingar. Augljósasta leiðin er veruleg samþjöppun enda má öllum vera ljóst að fyrirtækjum í greininni hefur fjölgað of mikið. Vísbendingar eru um að sú þróun sé hafin. Það er aðeins upphafið að því sem koma skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun
Fordæmalaus vöxtur í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur umbylt íslensku efnahagslífi. Fátt bendir til annars en að þær breytingar sem hafa orðið á hagkerfinu með þessari nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugrein verði varanlegar. Erlenda staðan hefur þannig tekið stakkaskiptum, sparnaðarstigið aldrei mælst hærra og vegna viðvarandi viðskiptaafgangs er Ísland orðið að fjármagnsútflytjanda. Jafnvægisgengi krónunnar hefur því hækkað verulega og vextir af þeim sökum verið lægri en ella án þess að raska efnahagslegum stöðugleika. Allt hefur þetta stuðlað að stórbættum kaupmætti almennings. Staðan í efnahagsmálum væri því allt önnur og verri ef ekki hefði komið til uppgangur ferðaþjónustunnar. Í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans er bent á að um 40 til 50 prósent af heildarhagvexti frá 2010 megi skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þá skapar greinin orðið rúmlega 40 prósent af öllum útflutningstekjum þjóðarbúsins sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. Á síðustu tveimur árum hefði verið umtalsverður halli á viðskiptum við útlönd, sem hefði þýtt gengisveikingu og meiri verðbólgu, ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar. Við slíkar aðstæður hefði eitt stærsta verkefni stjórnvalda – afnám fjármagnshafta – reynst mun erfiðara viðfangs. Það kemur því ekki á óvart að nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi þess af þeim sökum að ráðist verði í stórfelldar fjárfestingar í hinum ýmsu innviðum landsins á komandi árum, en þar skiptir ekki hvað síst máli uppbygging Keflavíkurflugvallar. Sú staðreynd að rekstrarfélag flugvallarins er að fullu í eigu ríkisins hefur haldið aftur af nauðsynlegri stækkun hans. Ríkið hlýtur að skoða aðkomu einkafjárfesta í því skyni að flýta þar fyrir nauðsynlegri uppbyggingu. Uppgangur ferðaþjónustunnar, eins og undirstrikað er í greiningu Landsbankans, ræðst að stórum hluta af framboði á flugferðum til og frá landinu. Þar munar langsamlega mest um Icelandair og WOW air, sem eru samanlagt með yfir 80 prósenta markaðshlutdeild, og því ljóst að Ísland á mikið undir því að ekki verði truflanir á starfsemi íslensku flugfélaganna. Færa má fyrir því rök, rétt eins og átti við um bankana í aðdraganda fjármálahrunsins, að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika. Það eru að verða vatnaskil í íslenskri ferðaþjónustu. Sá gríðarlegi vöxtur sem greinin hefur upplifað er að baki. Tugprósenta gengishækkun og miklar samningsbundnar launahækkanir hafa dregið úr samkeppnishæfni greinarinnar og valdið því að það er farið að hægja á fjölgun ferðamanna. Til lengri tíma er þetta jákvæð þróun. Gengisstyrking krónunnar hefur gegnt lykilhlutverki í að halda aftur af ósjálfbærum vexti ferðaþjónustunnar og um leið stuðlað að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem mörg hver hafa spennt bogann of hátt og horfa upp á versnandi afkomu, þurfa að fást við breyttar aðstæður með því að leita leiða til hagræðingar. Augljósasta leiðin er veruleg samþjöppun enda má öllum vera ljóst að fyrirtækjum í greininni hefur fjölgað of mikið. Vísbendingar eru um að sú þróun sé hafin. Það er aðeins upphafið að því sem koma skal.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun