Kettlingar vanræktir á sveitabæ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2017 20:15 Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira