Kettlingar vanræktir á sveitabæ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2017 20:15 Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira