Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2017 11:34 Sveinn Gestsson, bóndi á Staðarfelli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00