Bein útsending: Ráðherra, siðfræðingur og sérfræðingur í refsirétti ræða um uppreist æru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 11:30 Mikið hefur mætt á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í tengslum við uppreist æru en ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum á lokaandartökum nýafstaðins þings. Vísir/Anton Brink Íslandsdeild sambands evrópskra laganema, ELSA Ísland, í samstarfi við Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi um réttarumhverfi uppreistar æru. Málþingið hefst klukkan 12 og verður því streymt beint á Vísi. Um er að ræða fyrsta málþing vetrarins þar sem tekið verður á þremur sjónarhornum málefnis sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu. Á málþinginu verður rætt um heimspekileg atriði, refsivernd þeirra sem hlotið hafa uppreist æru og tengsl við tjáningarfrelsið ásamt væntanlegum breytingum á réttarumhverfi uppreistar æru. Framsögumenn á málþinginu verða: Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands, en erindi hans verður um lagaleg skilyrði og sjónarmið um æruvernd í ljósi 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Henrý Alexander Henrýsson, sérfræðingur við Siðfræðistofnun, mun flytja erindi varðandi siðfræðileg rök með og á móti því að dæmdum afbrotamönnum sé veitt uppreist æra og greiningu milli ólíkra tegunda afbrota í því samhengi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun flytja erindi er snýr að uppreist æru í tengslum við refsistefnu á Íslandi. Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal og af Twitter sem berast undir myllumerkinu #elsaxorator. Fundarstjóri verður Guðni Friðrik Oddsson, funda- og ráðstefnustjóri Íslandsdeildar ELSA. Málþingið er opið öllum en hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í beinni útsendingu hér að neðan. Uppreist æru Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Íslandsdeild sambands evrópskra laganema, ELSA Ísland, í samstarfi við Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi um réttarumhverfi uppreistar æru. Málþingið hefst klukkan 12 og verður því streymt beint á Vísi. Um er að ræða fyrsta málþing vetrarins þar sem tekið verður á þremur sjónarhornum málefnis sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu. Á málþinginu verður rætt um heimspekileg atriði, refsivernd þeirra sem hlotið hafa uppreist æru og tengsl við tjáningarfrelsið ásamt væntanlegum breytingum á réttarumhverfi uppreistar æru. Framsögumenn á málþinginu verða: Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands, en erindi hans verður um lagaleg skilyrði og sjónarmið um æruvernd í ljósi 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Henrý Alexander Henrýsson, sérfræðingur við Siðfræðistofnun, mun flytja erindi varðandi siðfræðileg rök með og á móti því að dæmdum afbrotamönnum sé veitt uppreist æra og greiningu milli ólíkra tegunda afbrota í því samhengi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun flytja erindi er snýr að uppreist æru í tengslum við refsistefnu á Íslandi. Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal og af Twitter sem berast undir myllumerkinu #elsaxorator. Fundarstjóri verður Guðni Friðrik Oddsson, funda- og ráðstefnustjóri Íslandsdeildar ELSA. Málþingið er opið öllum en hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í beinni útsendingu hér að neðan.
Uppreist æru Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira