Innlent

Við erum miður okkar að hafa misst brúna

Kristján Már Unnarsson skrifar
Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..
Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn.. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
„Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn, í morgun vegna frétta sem bárust af því að göngubrúna yfir Hólmsá við Fláajökul hefði tekið af í gær. 

Svona leit göngubrúin yfir Hólmsá út eftir hamfarirnar í gær.Jón Kjartansson
„Já, þetta er víst því miður satt. Verktaki, Jón Kjartansson hjá Rósaberg, sem var á ferðinni á Mýrum í gær, keyrði inn að Fláajökli um tvö leytið. Þá var brúin farin."

Bæjarstjóri Hornafjarðar og ungur piltur opnuðu gönguleiðina um síðustu mánaðamót með því að klippa á borða á brúnni yfir Kolgrafardalsá.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.
Aðeins eru fjórar vikur frá því Sveitarfélagið Hornafjörður, Vatnajökulsþjóðgarður, landeigendur og Ríki Vatnajökuls opnuðu við formlega athöfn 22 kílómetra gönguleið með sporðum Mýrajökla, milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Þá var klippt á borða við brúna yfir Kolgrafardalsá, sem var síðasta brúin af þremur sem byggð var á leiðinni.

Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.
Göngubrúin yfir Hólmsá var áður risin, var tekin í notkun vorið 2014. 

Það var bæjarstjóri Hornafjarðar, Björn Ingi Jónsson, sem um síðustu mánaðamót opnaði leiðina ásamt ungum pilti, sem fékk að klippa á borðann. Meðal viðstaddra voru Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, og ritari Ferðafélagsbóka um svæðið, og Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður.

Hjörleifur Guttormsson á brúnni yfir Kolgrafardalsá. Hann var meðal þeirra sem fögnuðu nýju gönguleiðinni um mánaðamótin.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.

Tengdar fréttir

Ný göngubrú yfir Hólmsá

Ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu verður formlega vígð á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×