Innlent

Eitt staðfest tilvik um smygl á fólki

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Útlendingastofnun segir eitt tilvik hafa komið upp er varðar mansal. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Útlendingastofnun segir eitt tilvik hafa komið upp er varðar mansal. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Eitt staðfest tilvik hefur komið upp um smygl á fólki hér á landi í tengslum við umsókn um alþjóðlega vernd. Þar var fjórtán ára barn á ferð með sér ótengdum einstaklingi.

Málið var sent lögreglu og Héraðsdómur Reykjaness dæmdi erlendan karlmann fyrir smygl árið 2015. Útlendingastofnun metur það svo að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vernd geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum.

Breytingar á lögum sem voru gerðar nýverið á Alþingi eigi við afmarkaðan hóp barna sem lágmarki þó líkurnar á hættu á mansali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×