Urða frekar úrgang en að nýta hann í moltu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2017 06:00 Urðunarstaður Stekkjarvíkur er í landi Sölvabakka. Frettabladid/pjetur vísir/pjetur Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira