Sóttvarnalæknir mælir með að lyf gegn HIV smiti verði gert aðgengilegra Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 19:30 Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Sóttvarnalæknir leggur til að lyf sem getur komið í veg fyrir HIV smit verði gert aðgengilegra fyrir almenning en nú er. Lyfið virkar þó ekki ekki á aðra kynsjúkdóma eins og sárasótt og lekanda en mikil fjölgun hefur verið í smiti á þeim sjúkdómum að undanförnu en sárasótt getur valdið skaða á fósti í móðurkviði. Lyfið sem um ræðir heitir Truvada, stundum kallað Prep, og er notað af samkynhneigðum karlmönnum víða um heim til að koma í veg fyrir HIV smit. Eins og er er lyfið S-merkt sem þýðir að það er aðeins gefið á sjúkrahúsum á Íslandi. En sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðuneytið að þar verði breyting á. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greinir frá því á fréttasíðinnu GayIceland að í umsögn Landlæknisembættisins til heilbrigisráðuneytisins sé lagt til að Truvada, eða Prep eins og lyfið er stundum kallað, verði gert aðgengilegt með lyfseðli. Haraldur Briem leysir Þórólf af þessa dagana og segir lyfið einnig eitt þriggja meginlyfja í blöndu sem HIV jákvæðir fá til að halda sjúkdómnum niðri.Stöð 2/GrafíkHvernig þarf fólk að taka þetta lyf þannig að að sé fyrirbyggjandi? „Rannsóknir sem gerðar hafa verið á lyfinu miða við, að þeir sem ekki eru smitaðir, taki eina töflu daglega til að koma í veg fyrir smit. Síðan hafa menn velt fyrir sér hvort menn geti tekið eina töflu rétt fyrir einhvern atburð sem gæti verið yfirvofandi. En það eru ekki eins góðar upplýsingarnar um hvort lyfið virki þannig,“ segir Haraldur. Rannsóknir sýni hins vegar ótvírætt fram á að lyfið dragi mjög verulega úr líkum á að fólk smitist af HIV. Harladur segir smokkinn aftur á móti enn bestu vörnina, ekki bara gegn HIV heldur öðrum alvarlegum sjúkdómum sem smitist með samförum. Eins og sést á ljósgrænu línunni á meðfylgjandi línuriti var mikil fjölgun í HIV smiti á síðasta ári og á rauðu línunni sést að tilfelum er aftur að fjölga það sem af er þessu ári. Það hefur líka átt sér stað mikil fjölgun fólks með sárasótt en ljósgræna línan á viðeigandi línuriti sýnir fjöldann í fyrra og sú rauða fjölda tilfella fram í ágúst á þessu ári en í dag hafa 35 einstaklingar smitast af sárasótt það sem af er ári og lekandi er líka í sókn.Stöð 2/GrafíkSárasóttin er að greinast í vaxandi mæli á Íslandi? „Já hún er það. Þetta er heljarinnar aukning og jafnvel á þessu ári. Þetta er vandamál og þetta er því miður sérstaklega vandamál hjá karlmönnum sem eiga mök við aðra karlmenn,“ segir Haraldur. Sem bendir til að dregið hafi úr notkun smokksins hjá samkynhneigðum. En þótt hægt sé að vinna á sárasótt með peneselíni getur meðferð verið löng og erfið og konur þurfa líka að gæta að sér. „En hún getur verið svolítið dulin og hún getur valdið miklum vandræðum hjá þeim sem eru sýktir. Sérstalega hjá konum sem eru barnshafandi. Þá er fóstrið í mikilli hættu að smitast,“ segir Haraldur. Ef sjúkdómurinn greinist ekki snemma geti hann valdið skaða á hjarta, æðakerfi og miðtaugakerfi og þá geti tekið tíma að vinna á honum.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira