United pakkaði CSKA saman í Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 20:30 Romelu Lukaku og Anthony Martial skoruðu báðir í kvöld. vísir/getty Manchester United byrjar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með látum en liðið vann 4-1 útisigur á CSKA Moskvu á útivelli í kvöld. United var búið að ganga frá leiknum á fyrsta hálftímanum með tveimur mörkum frá Romelu Lukaku og vítaspyrnumarki Anthony Martial. Sá franski lagði upp bæði mörk Lukaku en báðir hafa byrjað leiktíðina virkilega vel. Lukaku er nú búinn að skora tíu mörk í níu leikjum fyrir Manchester United í öllum keppnum. Armeninn Henrikh Mkitaryan skoraði fjórða markið á 57. mínútu eftir að Igor Akinfeev, markvörður Rússanna, varði skot Martial beint fyrir fætur hans. Eins og greint var frá í kvöld heldur martröð Akinfeev í Meistaradeildinni áfram en hann er búinn að fá á sig mark í 45 leikjum í röð í keppninni. Síðast hélt hann hreinu í riðlakeppninni eða útsláttarkeppninni fyrir ellefu árum síðan. United vann fyrsta leikinn á móti Basel á heimavelli, 3-0, og er því efst í riðlinum með sex stig og markatöluna, 7-1. Basel er í öðru sæti með þrjú stig eins og CSKA sem vann Benfica í fyrstu umferð. Meistaradeild Evrópu
Manchester United byrjar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með látum en liðið vann 4-1 útisigur á CSKA Moskvu á útivelli í kvöld. United var búið að ganga frá leiknum á fyrsta hálftímanum með tveimur mörkum frá Romelu Lukaku og vítaspyrnumarki Anthony Martial. Sá franski lagði upp bæði mörk Lukaku en báðir hafa byrjað leiktíðina virkilega vel. Lukaku er nú búinn að skora tíu mörk í níu leikjum fyrir Manchester United í öllum keppnum. Armeninn Henrikh Mkitaryan skoraði fjórða markið á 57. mínútu eftir að Igor Akinfeev, markvörður Rússanna, varði skot Martial beint fyrir fætur hans. Eins og greint var frá í kvöld heldur martröð Akinfeev í Meistaradeildinni áfram en hann er búinn að fá á sig mark í 45 leikjum í röð í keppninni. Síðast hélt hann hreinu í riðlakeppninni eða útsláttarkeppninni fyrir ellefu árum síðan. United vann fyrsta leikinn á móti Basel á heimavelli, 3-0, og er því efst í riðlinum með sex stig og markatöluna, 7-1. Basel er í öðru sæti með þrjú stig eins og CSKA sem vann Benfica í fyrstu umferð.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“