Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2017 23:04 Brúin yfir Hólmsá á Mýrum opnar gönguleið milli Heinabergsjökuls og Fláajökuls. Mynd/Vatnajökulsþjóðgarður. Ferðamönnum hefur nú opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm sem reistar hafa verið yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Helgu Árnadóttur, aðstoðarþjóðgarðsvörð á Höfn.Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jöklasýnin sem birtist ferðamönnum af hringveginum um Mýrar í Hornafirði þykir ein sú magnaðasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þrír skriðjöklar falla þarna úr Vatnajökli og niður á láglendið en þeir eru Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Jöklarnir blasa við frá Höfn í Hornafirði en þar rekur Vatnajökulsþjóðgarður gestastofu.Skriðjöklarnir þrír á Mýrum sjást vel frá jöklabænum Höfn. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er í húsinu neðst til hægri á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú tekið höndum saman með landeigendum og Ríki Vatnajökuls um að greiða leið ferðamanna að jökulsporðunum, með göngubrúm yfir jökulárnar, sem undan þeim falla. Markmiðið er að leggja samfellda gönguleið með suðurjaðri Vatnajökuls, allt frá Skeiðarárjökli til Hornafjarðar, en sveitarfélagið fer fyrir verkinu.Brúin yfir Kolgrafardalsá opnar leiðina milli Fláajökuls og jarðarinnar Haukafells á Mýrum.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Opnun leiðarinnar um Mýrajökla var fagnað um síðustu mánaðamót en svo kallast 22 kílómetra gönguleið milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Áður var búið að opna gönguleið um Breiðamerkursand. Nánar má fræðast um verkefnið í frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52 Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Ferðamönnum hefur nú opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm sem reistar hafa verið yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Helgu Árnadóttur, aðstoðarþjóðgarðsvörð á Höfn.Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jöklasýnin sem birtist ferðamönnum af hringveginum um Mýrar í Hornafirði þykir ein sú magnaðasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Þrír skriðjöklar falla þarna úr Vatnajökli og niður á láglendið en þeir eru Skálafellsjökull, Heinabergsjökull og Fláajökull. Jöklarnir blasa við frá Höfn í Hornafirði en þar rekur Vatnajökulsþjóðgarður gestastofu.Skriðjöklarnir þrír á Mýrum sjást vel frá jöklabænum Höfn. Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er í húsinu neðst til hægri á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú tekið höndum saman með landeigendum og Ríki Vatnajökuls um að greiða leið ferðamanna að jökulsporðunum, með göngubrúm yfir jökulárnar, sem undan þeim falla. Markmiðið er að leggja samfellda gönguleið með suðurjaðri Vatnajökuls, allt frá Skeiðarárjökli til Hornafjarðar, en sveitarfélagið fer fyrir verkinu.Brúin yfir Kolgrafardalsá opnar leiðina milli Fláajökuls og jarðarinnar Haukafells á Mýrum.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Opnun leiðarinnar um Mýrajökla var fagnað um síðustu mánaðamót en svo kallast 22 kílómetra gönguleið milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Áður var búið að opna gönguleið um Breiðamerkursand. Nánar má fræðast um verkefnið í frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52 Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. 21. september 2017 22:52
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00