Oddný klökk í ræðustól þegar hún ræddi um uppreist æru Ingvar Þór Björnsson skrifar 26. september 2017 18:58 Oddný átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún ræddi um uppreist æru á Alþingi í dag. Vísir/Stefán Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, varð klökk í ræðustól Alþingis þegar hún tók til máls um breytingar á lögum um uppreist æru. „Um leið og ég fagna því að við séum að breyta hegningarlögunum eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir þá lýsi ég skömminni á þeirri leynd sem umlukið hefur málið. Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný. Þrjú mál eru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það er frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga.Glæpur sem fyrnist aldrei í huga þolenda „Þessi vélræni ferill þar sem enginn vill taka ábyrgð er óásættanlegur og krafan um breytingar er sjálfsögð og löngu tímabær,“ sagði Oddný í umfjöllun um uppreist æru. Þá sagði hún að verkinu væri ekki lokið og gera þyrfti skýrar kröfur um að barnaníðingar sinni ekki ákveðnum störfum. „Þar má nefna kennarastörf, umönnun með fötluðum börnum og þeim sem standa veikir fyrir, skólabílstjórar og fleiri störf með börnum. Allt þetta þarf að vinna vel á næsta þingi og að fara í gegnum þá lagabálka sem um ræðir.“ Þá sagði hún að einnig þurfi að skoða meðferð kynferðisbrotamála í öllu kerfinu. „Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga,“ sagði Oddný. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, varð klökk í ræðustól Alþingis þegar hún tók til máls um breytingar á lögum um uppreist æru. „Um leið og ég fagna því að við séum að breyta hegningarlögunum eins og þetta frumvarp gerir ráð fyrir þá lýsi ég skömminni á þeirri leynd sem umlukið hefur málið. Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný. Þrjú mál eru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það er frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga.Glæpur sem fyrnist aldrei í huga þolenda „Þessi vélræni ferill þar sem enginn vill taka ábyrgð er óásættanlegur og krafan um breytingar er sjálfsögð og löngu tímabær,“ sagði Oddný í umfjöllun um uppreist æru. Þá sagði hún að verkinu væri ekki lokið og gera þyrfti skýrar kröfur um að barnaníðingar sinni ekki ákveðnum störfum. „Þar má nefna kennarastörf, umönnun með fötluðum börnum og þeim sem standa veikir fyrir, skólabílstjórar og fleiri störf með börnum. Allt þetta þarf að vinna vel á næsta þingi og að fara í gegnum þá lagabálka sem um ræðir.“ Þá sagði hún að einnig þurfi að skoða meðferð kynferðisbrotamála í öllu kerfinu. „Í huga fólksins í landinu stóðu konurnar eftir varnarlausar. Unglingsstúlkur og fimm ára stúlkubarn sem urðu fyrir hræðilegum glæp sem aldrei fyrnist í þeirra huga,“ sagði Oddný.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira