

Vefverslun og erlendir risar
Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar rótað er í gögnum um erlenda vefverslun Íslendinga. Vegna minna vöruúrvals í heimabyggð mættum við kannski eiga von á að íbúar landsbyggðarinnar sýndu Ali Express, Amazon og fleiri vefverslunum meiri áhuga en við sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þvert á móti eru viðskiptin helmingi minni á landsbyggðinni.
Þetta er meðal þess sem Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, ræddi á fjármálaþingi bankans í gær. Tilefnið var þær miklu breytingar sem eru að verða á smásölumarkaði. Við höfum öll tekið eftir auknum áhuga erlendra verslunarrisa á landinu en á sama tíma má segja að vefverslun sé loksins að verða almenn. 79% þátttakenda í könnun Gallup í vor sögðust hafa verslað á netinu undanfarið ár. Erlend velta hefur tvöfaldast frá árinu 2014 og kemur eflaust til með að aukast enn frekar eftir því sem tækninni fleygir fram. Þetta gerist þrátt fyrir tolla og háan flutningskostnað.
Það er herjað á íslenska smásöluaðila úr tveimur áttum í einu og breytingarnar gerast á ógnarhraða. Viðbrögðin hafa meðal annars verið tilraunir (sem ýmist tókust eða ekki) til sameininga og hagræðingar en í einhverjum tilvikum hefur samkeppnislöggjöf gert aðilum erfitt um vik.
Viðskiptaráð Íslands hittir naglann á höfuðið í nýlegri umsögn sinni sem ber heitið Samkeppni í breyttri heimsmynd. Þar er lögð áhersla á að samkeppnisyfirvöld taki tillit til stærðar erlendra aðila sem koma inn á okkar litla örmarkað og viðurkenni vefverslun sem hluta innlends markaðar. Samkeppnin er orðin alþjóðleg og nær inn á mun fleiri svið en matvöru, eldsneyti og föt, sem hvað mest hafa verið í umræðunni. Samkeppnisaðilar Icelandair eru fleiri en íslenska flugfélagið WOW. 365 lítur eflaust ekki síður til Netflix, Hulu og Amazon en Símans og RÚV þegar bitist er um markaðshlutdeild. Þessi nýi heimur er kominn til að vera og erlendir samkeppnisaðilar sem búa við allt aðra stærðarhagkvæmni og fjárhagslegt umhverfi eru komnir niður úr stúkunni og farnir að taka aukinn og áberandi þátt í leiknum.
Leikurinn þarf að vera sanngjarn. Vonandi ber framtíðin í skauti sér lægri innflutningskostnað, skilvirkari póstsendingar, meiri erlenda fjárfestingu og aukna vefverslun. Íslensk fyrirtæki þurfa að aðlagast þessum breytingum en það sama má segja um regluramma stjórnvalda.
Skoðun

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar