Bráðabirgðalögin munu tryggja Mary, Haniye og fleiri börnum efnislega meðferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2017 13:15 Breytingarnar á lögunum munu veita Mary (átta ára frá Kenía) og Haniye (11 ára frá Afganistan) og fleiri börnum efnislega meðferð á umsóknum sínum um hæli hjá stjórnvöldum. Þær hafa báðar verið á flótta allt sitt líf og til stóð að senda þær úr landi. Vísir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun á þingfundi sem hefst klukkan 13:30 mæla fyrir frumvarpi um breytingar á lögum að útlendingamálum. Formenn allra flokka á þingi eru flutningsmenn með frumvarpinu að frátöldum Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. „Við stöndum ekki að því vegna þess að við teljum að verið sé að gera of miklar breytingar á útlendingalögunum að ekki vandlega yfirveguðu máli. Við hins vegar munum ekki leggjast gegn því að það verði afgreitt,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Breytingarnar munu tryggja börnum á borð við þær Mary og Haniye, frá Kenía og Afganistan, efnislega meðferð á málum sínum. Verður þeim ekki vísað úr landi á meðan mál þeirra eru til skoðunar.Tvær breytingar á lögunum Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir. Hins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum. Í báðum tilfellum væri almennt eðlilegt að taka til efnislegrar meðferðar umsókn foreldra sem fara með forsjá barnsins og eftir atvikum systkina, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Með breytingunum á að tryggja að þeim börnum, sem hafi verið synjað um efnislega meðferð eða dvalarleyfi, sé tryggður réttur til endurupptöku á málum sínum. Veittur er tveggja vikna frestur frá gildistöku laganna til að fara fram á endurupptöku málanna. Nýti barn ekki heimildina innan frestsins stendur úrskurður kærunefndar sem fæli almennt í sér að barnið þarf að yfirgefa landið.Barnið þurfi ekki að yfirgefa landið á meðan málið er til meðferðar „Barni skal ekki gert að yfirgefa landið innan frestsins eða á meðan á meðferð endurupptökumáls stendur. Jafnframt væri almennt eðlilegt að gera heldur ekki foreldrum sem fara með forsjá barnsins, eða eftir atvikum systkinum, að yfirgefa landið,“ segir í greinargerð með frumvarpinu sem lagt verður fram á Alþingi í dag, á síðasta degi þingsins. Lagt er til að breytingarnar taki að sinni aðeins til umsókna sem borist hafa fyrir gildistöku laganna. Með því móti gefist svigrúm frá gildistöku laganna til að ákveða æskilegt framhald enda væri það fyrst níu mánuðum eftir gildistöku sem breytingar af þessu tagi gætu haft bein áhrif á umsóknir sem berast eftir gildistöku. Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 „Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01 Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun á þingfundi sem hefst klukkan 13:30 mæla fyrir frumvarpi um breytingar á lögum að útlendingamálum. Formenn allra flokka á þingi eru flutningsmenn með frumvarpinu að frátöldum Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. „Við stöndum ekki að því vegna þess að við teljum að verið sé að gera of miklar breytingar á útlendingalögunum að ekki vandlega yfirveguðu máli. Við hins vegar munum ekki leggjast gegn því að það verði afgreitt,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Breytingar á lögunum snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut. Bætast við tvö ákvæði til bráðabirgða en lögin verða svo tekin til frekari meðferðar á Alþingi eftir kosningarnar sem framundan eru. Breytingarnar munu tryggja börnum á borð við þær Mary og Haniye, frá Kenía og Afganistan, efnislega meðferð á málum sínum. Verður þeim ekki vísað úr landi á meðan mál þeirra eru til skoðunar.Tvær breytingar á lögunum Annars vegar er lagt til að íslensk stjórnvöld skuli taka umsókn barns um alþjóðlega vernd til efnislegrar meðferðar ekki seinna en níu mánuðum eftir að umsókn barst. Frestur stjórnvalda er nú tólf mánuðir. Hins vegar er lagt til að annar frestur í málum barna verði styttur úr átján mánuðum í fimmtán. Er um að ræða þegar börn hafa sótt um alþjóðlega vernd en ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan fimmtán mánaða. Þá megi veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, að uppfylltum öðrum skilyrðum. Í báðum tilfellum væri almennt eðlilegt að taka til efnislegrar meðferðar umsókn foreldra sem fara með forsjá barnsins og eftir atvikum systkina, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Með breytingunum á að tryggja að þeim börnum, sem hafi verið synjað um efnislega meðferð eða dvalarleyfi, sé tryggður réttur til endurupptöku á málum sínum. Veittur er tveggja vikna frestur frá gildistöku laganna til að fara fram á endurupptöku málanna. Nýti barn ekki heimildina innan frestsins stendur úrskurður kærunefndar sem fæli almennt í sér að barnið þarf að yfirgefa landið.Barnið þurfi ekki að yfirgefa landið á meðan málið er til meðferðar „Barni skal ekki gert að yfirgefa landið innan frestsins eða á meðan á meðferð endurupptökumáls stendur. Jafnframt væri almennt eðlilegt að gera heldur ekki foreldrum sem fara með forsjá barnsins, eða eftir atvikum systkinum, að yfirgefa landið,“ segir í greinargerð með frumvarpinu sem lagt verður fram á Alþingi í dag, á síðasta degi þingsins. Lagt er til að breytingarnar taki að sinni aðeins til umsókna sem borist hafa fyrir gildistöku laganna. Með því móti gefist svigrúm frá gildistöku laganna til að ákveða æskilegt framhald enda væri það fyrst níu mánuðum eftir gildistöku sem breytingar af þessu tagi gætu haft bein áhrif á umsóknir sem berast eftir gildistöku.
Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 „Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01 Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58
„Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. 26. september 2017 00:01
Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent