Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 10:18 Hjónin Ivanka Trump og Jared Kushner með Gary Cohn, ráðgjafa forsetans. Öll hafa þau notað eigin tölvupóst í opinberum samskiptum. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum. Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum.
Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04