Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 10:02 Airbnb-gisting í Reykjavík er umsvifamikil og veltir milljörðum á ári að mati Landsbankans. vísir/anton brink Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Þá fer markaðshlutdeild Airbnb-gistingar á hótelmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu sífellt vaxandi en þannig var Airbnb með yfir 40 prósent markaðshlutdeild síðastliðið sumar. Fram kemur í umfjöllun um umsvif Airbnb í greiningu Landsbankans að aðgengileg gögn um útleigu Airbnb nái einungis yfir tímabilið frá ágúst 2015 til og með ágúst 2017. Séu sambærileg tímabil borin saman (ágúst til desember) þá nam aukningin í útleigu í fyrra 152 prósentum á milli ára.900 milljónir beint til Airbnb Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Þannig nemur aukningin 43 prósentum á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil árið 2016. Í greiningu Landsbankans segir að ætla megi að um 900 milljónir króna af þeims rúmlega sex milljörðum króna sem Airbnb velti í Reykjavík í fyrra hafi farið beint til fyrirtækisins í borði þóknana en ekki er ljóst hvort að fyrirtæki af þessum toga greiði nokkurn skatt af starfsemi sinni hér á landi. „Airbnb greiðir gestgjöfunum inn á bankareikning hérlendis eða erlendis, eða inn á Paypal-reikning. Mikil óvissa ríkir um hversu hátt hlutfall af þeim tekjum er gefið upp til skatts hér á landi.“1,1 milljón óskráðra gistinátta í Reykjavík „Lausleg athugun á bókunarsíðum Airbnb bendir til þess að til viðbótar við heimagistinguna sem í boði er í Reykjavík séu í kringum 25% viðbótargistinætur í heimagistingu í gegnum síðuna í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tegund gistingar kemur aðeins að mjög litlu leyti fram í opinberum hagtölum um útgjöld ferðamanna hérlendis þar sem greiðsla fer fram í gegnum erlent bókunarfyrirtæki. Hagstofan hefur lagt fram mat á hversu algengt er að ferðamenn notist við Airbnb-íbúðir eða aðra óskráða gististaði en athugun Hagfræðideildar Landsbankans bendir til þess að gistingin sé mun umfangsmeiri en mat Hagstofunnar gefur til kynna. Hagstofan áætlar að rétt undir 670 þúsund gistinætur á höfuðborgarsvæðinu öllu hafi verið óskráðar árið 2016 en okkar útreikningar benda til þess að þær hafi verið ríflega 1,1 milljón aðeins í Reykjavík og því mögulega allt að 1,4 milljónir á öllu höfuðborgarsvæðinu. Því kann hlutfallsleg aukning í þessari tegund gistingar að skekkja verulega mælingar á útgjöldum ferðamanna, sem og fjölda gistinátta,“ segir í greiningu bankans.Markaðshlutdeild heimagistingar líklega nálæg 50 prósentum Í lok umfjöllunar um Airbnb er það ítrekað að inn í hana vantar alla Airbnb-gistingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sem má ætla að sé þó nokkur. Því er markaðshlutdeild heimagistingar á hótelmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu vanmetin sem því nemur. Ekki er ólíklegt að hún sé í raun nálægt 50 prósentum. „Nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er mjög hátt, eða um og yfir 90%. Nánast full nýting hótelrýma er vísbending um að hótel í höfuðborginni séu ekki nægilega mörg eða stór til að anna eftirspurn. Það er athyglisvert að nýtingarhlutfall hótelrýmisins hefur verið heldur lakara á tímabilinu maí til júní á þessu ári miðað við fyrra ár. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur í útleigu heimagistingar sem bendir til þess að hótelin séu að dala í samkeppnishæfni gagnvart heimagistingunni. Það liggur í augum uppi að nánast ómögulegt hefði verið að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna undanfarin tvö ár nema með auknu framboði gistirýmis í gegnum Airbnb eða aðra heimagistingu. Miðað við spennuna sem nú ríkir á fasteignamarkaði og verulega hækkun íbúðaverðs undanfarið ár eða svo, er ólíklegt að heimagisting geti vaxið á svipuðum hraða til að mæta áframhaldandi fjölgun ferðamanna umfram aukið framboð á hótelherbergjum. Slík aukningin væri tæpast æskileg, m.a. vegna þess skorts sem er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í greiningu Landsbankans sem lesa má nánar um hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Borgarbúar almennt lítið varir við AirBnB útleigu Flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jákvæðir í garð ferðamanna og einungis þrettán prósent íbúa verða varir við útleigu íbúða í nágrenni sínu á AirBnB. 13. september 2017 13:15 Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00 Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. 28. ágúst 2017 12:08 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Þá fer markaðshlutdeild Airbnb-gistingar á hótelmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu sífellt vaxandi en þannig var Airbnb með yfir 40 prósent markaðshlutdeild síðastliðið sumar. Fram kemur í umfjöllun um umsvif Airbnb í greiningu Landsbankans að aðgengileg gögn um útleigu Airbnb nái einungis yfir tímabilið frá ágúst 2015 til og með ágúst 2017. Séu sambærileg tímabil borin saman (ágúst til desember) þá nam aukningin í útleigu í fyrra 152 prósentum á milli ára.900 milljónir beint til Airbnb Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Þannig nemur aukningin 43 prósentum á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tímabil árið 2016. Í greiningu Landsbankans segir að ætla megi að um 900 milljónir króna af þeims rúmlega sex milljörðum króna sem Airbnb velti í Reykjavík í fyrra hafi farið beint til fyrirtækisins í borði þóknana en ekki er ljóst hvort að fyrirtæki af þessum toga greiði nokkurn skatt af starfsemi sinni hér á landi. „Airbnb greiðir gestgjöfunum inn á bankareikning hérlendis eða erlendis, eða inn á Paypal-reikning. Mikil óvissa ríkir um hversu hátt hlutfall af þeim tekjum er gefið upp til skatts hér á landi.“1,1 milljón óskráðra gistinátta í Reykjavík „Lausleg athugun á bókunarsíðum Airbnb bendir til þess að til viðbótar við heimagistinguna sem í boði er í Reykjavík séu í kringum 25% viðbótargistinætur í heimagistingu í gegnum síðuna í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tegund gistingar kemur aðeins að mjög litlu leyti fram í opinberum hagtölum um útgjöld ferðamanna hérlendis þar sem greiðsla fer fram í gegnum erlent bókunarfyrirtæki. Hagstofan hefur lagt fram mat á hversu algengt er að ferðamenn notist við Airbnb-íbúðir eða aðra óskráða gististaði en athugun Hagfræðideildar Landsbankans bendir til þess að gistingin sé mun umfangsmeiri en mat Hagstofunnar gefur til kynna. Hagstofan áætlar að rétt undir 670 þúsund gistinætur á höfuðborgarsvæðinu öllu hafi verið óskráðar árið 2016 en okkar útreikningar benda til þess að þær hafi verið ríflega 1,1 milljón aðeins í Reykjavík og því mögulega allt að 1,4 milljónir á öllu höfuðborgarsvæðinu. Því kann hlutfallsleg aukning í þessari tegund gistingar að skekkja verulega mælingar á útgjöldum ferðamanna, sem og fjölda gistinátta,“ segir í greiningu bankans.Markaðshlutdeild heimagistingar líklega nálæg 50 prósentum Í lok umfjöllunar um Airbnb er það ítrekað að inn í hana vantar alla Airbnb-gistingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sem má ætla að sé þó nokkur. Því er markaðshlutdeild heimagistingar á hótelmarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu vanmetin sem því nemur. Ekki er ólíklegt að hún sé í raun nálægt 50 prósentum. „Nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er mjög hátt, eða um og yfir 90%. Nánast full nýting hótelrýma er vísbending um að hótel í höfuðborginni séu ekki nægilega mörg eða stór til að anna eftirspurn. Það er athyglisvert að nýtingarhlutfall hótelrýmisins hefur verið heldur lakara á tímabilinu maí til júní á þessu ári miðað við fyrra ár. Á sama tíma hefur verið mikill vöxtur í útleigu heimagistingar sem bendir til þess að hótelin séu að dala í samkeppnishæfni gagnvart heimagistingunni. Það liggur í augum uppi að nánast ómögulegt hefði verið að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna undanfarin tvö ár nema með auknu framboði gistirýmis í gegnum Airbnb eða aðra heimagistingu. Miðað við spennuna sem nú ríkir á fasteignamarkaði og verulega hækkun íbúðaverðs undanfarið ár eða svo, er ólíklegt að heimagisting geti vaxið á svipuðum hraða til að mæta áframhaldandi fjölgun ferðamanna umfram aukið framboð á hótelherbergjum. Slík aukningin væri tæpast æskileg, m.a. vegna þess skorts sem er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í greiningu Landsbankans sem lesa má nánar um hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Borgarbúar almennt lítið varir við AirBnB útleigu Flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jákvæðir í garð ferðamanna og einungis þrettán prósent íbúa verða varir við útleigu íbúða í nágrenni sínu á AirBnB. 13. september 2017 13:15 Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00 Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. 28. ágúst 2017 12:08 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Borgarbúar almennt lítið varir við AirBnB útleigu Flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jákvæðir í garð ferðamanna og einungis þrettán prósent íbúa verða varir við útleigu íbúða í nágrenni sínu á AirBnB. 13. september 2017 13:15
Airbnb dýrast á Íslandi Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. 8. ágúst 2017 20:00
Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. 28. ágúst 2017 12:08