Innlent

Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Öll stúlkunöfn sem stótt var um fengust samþykkt.
Öll stúlkunöfn sem stótt var um fengust samþykkt. vísir/getty
Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað.

Nöfnin sem fengust samþykkt voru stúlkunöfnin Ava, Gnádís, Maríella og Dáð og þá bættist Erasmus á lista yfir leyfileg nöfn drengja. Millinafnið Aðdal hlaut einnig náð fyrir augum nefndarinnar sem og rithátturinn á stúlku­nafninu Julia.

Sömu sögu var ekki að segja af karlmannsnafninu Roar og millinafninu Breiðfjörð. Því síðarnefnda var synjað þar sem það er ættarnafn samkvæmt íslenskri málvenju. Roar var hafnað þar sem samstafan „oa“ kemur ekki fram í íslenskum nöfnum. Þá taldist það ekki hafa hefðast í íslenska tungu en enginn íslenskur karlmaður hefur borið nafnið. Var því einnig synjað. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×