Fyrsti snjalljakkinn á leið í búðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 13:56 Snjalltæknin er að ryðja sér til rúms út um allt. Mynd/Google Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum. Tækni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum.
Tækni Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira