Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst en hann hefur lokið doktorsprófi í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann er með meistarapróf í hagfræði frá London School of Economics and Political Science og BS-próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands.
Ólafur starfaði um tíu ára skeið sem lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. „Hann hefur að baki fjölþætta starfsreynslu á sviði fjármála og efnahagsmála á vettvangi Seðlabanka Íslands, Þjóðhagsstofnunar, forsætisráðuneytisins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,“ eins og segir í tilkynningunni.
