Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni.
Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik!
Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta.







