Japönsk matargerðarlist í sókn 22. september 2017 10:00 Erna Pétursdóttir í Ramen Momo á Tryggvagötu. Vísir/Anton Brink Verslunin Ramen Lab á Grettisgötu í Reykjavík vekur eftirtekt. Í versluninni sjá viðskiptavinir ferskar núðlur framleiddar í þar til gerðum vélum. Þar er einnig hægt að kaupa misoseyði og súrsað grænmeti, framandi sælgæti frá Japan, origamipappír og fallega keramik. Að versluninni standa þau Kunsang Tsering og Erna Pétursdóttir. Fyrir reka þau veitingastaðinn Ramen Momo við Tryggvagötu þar sem þau selja ramennúðlusúpur og -rétti. Kunsang nam listina að útbúa ramennúðlur og -seyði í Osaka í Japan. „Ramennúðlur og -súpur eru frá Japan. Fyrsti ramenstaðurinn var opnaður fyrir um hundrað árum í Tókýó. Í dag eru um 30 þúsund slíkir veitingastaðir í Japan,“ segir Kunsang og nefnir að ramensúpur geti verið afar misjafnar á milli landshluta í Japan. Seyðið sé í ýmsum útgáfum en súpurnar innihaldi allar seyði, núðlur, meðlæti, egg.Verslunin Ramen Lab er ákaflega stílhrein og skemmtilega uppsett. Vísir/Anton BrinkNúðlurnar sjálfar eru gerðar úr eggjum og hveiti. „Við notum lífrænt hveiti, það sama og er notað í Brauð og co hér rétt hjá,“ segir Erna frá. Á Íslandi segir Kunsung vinsælastar ramensúpur með tontoksuseyði og kjúklingi eða svínakjöti og ramensúpur með misoseyði og kimchi (súrsað kál). Hann er hrifinn af íslensku hráefni. „Þegar ég fór til Japans að læra að gera ferskar núðlur tók ég sýni af fersku íslensku vatni með mér. Sýrustig vatnsins skiptir miklu máli og íslenskt vatn er virkilega gott í ramennúðlur. Fersk íslenskt vatn, íslenskt salt og lífrænt hveiti verða að frábærri vöru sem er á engan hátt hægt að bera saman við þurrar pakkanúðlur,“segir Kunsang.Núðlurnar eru gerðar nokkrum sinnum á dag.Vísir/Anton BrinkKunsang nefnir að mest krefjandi við gerð ramennúðla séu einmitt gæði núðlanna sjálfra. „Það var þess vegna sem við ákváðum að opna Ramen Lab, af einskærri nauðsyn. Seyðið þarf líka að vera í miklum gæðum. Fólk sem vill gera gott seyði með svína- eða kjúklingakjöti þarf að sýna því verki þolinmæði. En fyrir byrjendur þá mælum við með því að kaupa misogrunn hjá okkur í Ramen Lab. Þá tekur aðeins nokkrar mínútur að undirbúa gerð súpunnar og miso er líka mjög hollt.“Núðlur með eggi í misoseyði, súrsað kál og þari til hliðar.Vísir/Anton BrinkErna tekur undir með Kunsang að staðinn hafi þau opnað af nauðsyn. „Þegar þú ert með lítinn veitingastað á borð við Ramen Momo og þú býrð á eyju, þá getur það skeð einn daginn að báturinn sem átti að færa þér núðlur til matargerðar missir úr ferð. Staðurinn átti upphaflega að vera vinnusvæði okkar en við ákváðum að besta leiðin til að sýna hvað við værum að gera væri að opna hann fyrir fólki. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og þótt ekki allir skilji hvernig eigi að elda núðlur þá finnst okkur gaman að kenna og leiðbeina fólki sem kemur til okkar,“ segir Erna.Forvitnilegt frá Japan, origamipappír, skemmtilegir matprjónar og fleira.Vísir/Anton BrinkErna og Kunsang nefna að núðlurnar sem þau framleiða séu bæði ódýrari og hollari kostur en þær sem fást í matvöruverslunum. „Við framleiðum ferskar og lífrænar núðlur og þær eru ódýrari en þær sem fást í matvöruverslunum eða 183 krónur skammturinn,“ segir Erna. Hvað er gott að eiga í skápnum til að útbúa ramennúðlur? „Ef ætlunin er að gera súpu þá er gott að eiga seyði, núðlur og meðlæti svo sem kjúklingabringu, svínakjöt, rækjur, tofu eða eitthvað slíkt, egg og vorlauk. En svo er ágætt að muna að það þarf ekki endilega að bera núðlurnar fram í súpu,“ segir Erna og þau Kunsang gefa lesendum uppskrift að núðlusúpu til að spreyta sig á heima.Kit Kat með grænu tei. Framandi japanskt sælgæti sem gaman er að bragða á. Vísir/Anton Brink Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið
Verslunin Ramen Lab á Grettisgötu í Reykjavík vekur eftirtekt. Í versluninni sjá viðskiptavinir ferskar núðlur framleiddar í þar til gerðum vélum. Þar er einnig hægt að kaupa misoseyði og súrsað grænmeti, framandi sælgæti frá Japan, origamipappír og fallega keramik. Að versluninni standa þau Kunsang Tsering og Erna Pétursdóttir. Fyrir reka þau veitingastaðinn Ramen Momo við Tryggvagötu þar sem þau selja ramennúðlusúpur og -rétti. Kunsang nam listina að útbúa ramennúðlur og -seyði í Osaka í Japan. „Ramennúðlur og -súpur eru frá Japan. Fyrsti ramenstaðurinn var opnaður fyrir um hundrað árum í Tókýó. Í dag eru um 30 þúsund slíkir veitingastaðir í Japan,“ segir Kunsang og nefnir að ramensúpur geti verið afar misjafnar á milli landshluta í Japan. Seyðið sé í ýmsum útgáfum en súpurnar innihaldi allar seyði, núðlur, meðlæti, egg.Verslunin Ramen Lab er ákaflega stílhrein og skemmtilega uppsett. Vísir/Anton BrinkNúðlurnar sjálfar eru gerðar úr eggjum og hveiti. „Við notum lífrænt hveiti, það sama og er notað í Brauð og co hér rétt hjá,“ segir Erna frá. Á Íslandi segir Kunsung vinsælastar ramensúpur með tontoksuseyði og kjúklingi eða svínakjöti og ramensúpur með misoseyði og kimchi (súrsað kál). Hann er hrifinn af íslensku hráefni. „Þegar ég fór til Japans að læra að gera ferskar núðlur tók ég sýni af fersku íslensku vatni með mér. Sýrustig vatnsins skiptir miklu máli og íslenskt vatn er virkilega gott í ramennúðlur. Fersk íslenskt vatn, íslenskt salt og lífrænt hveiti verða að frábærri vöru sem er á engan hátt hægt að bera saman við þurrar pakkanúðlur,“segir Kunsang.Núðlurnar eru gerðar nokkrum sinnum á dag.Vísir/Anton BrinkKunsang nefnir að mest krefjandi við gerð ramennúðla séu einmitt gæði núðlanna sjálfra. „Það var þess vegna sem við ákváðum að opna Ramen Lab, af einskærri nauðsyn. Seyðið þarf líka að vera í miklum gæðum. Fólk sem vill gera gott seyði með svína- eða kjúklingakjöti þarf að sýna því verki þolinmæði. En fyrir byrjendur þá mælum við með því að kaupa misogrunn hjá okkur í Ramen Lab. Þá tekur aðeins nokkrar mínútur að undirbúa gerð súpunnar og miso er líka mjög hollt.“Núðlur með eggi í misoseyði, súrsað kál og þari til hliðar.Vísir/Anton BrinkErna tekur undir með Kunsang að staðinn hafi þau opnað af nauðsyn. „Þegar þú ert með lítinn veitingastað á borð við Ramen Momo og þú býrð á eyju, þá getur það skeð einn daginn að báturinn sem átti að færa þér núðlur til matargerðar missir úr ferð. Staðurinn átti upphaflega að vera vinnusvæði okkar en við ákváðum að besta leiðin til að sýna hvað við værum að gera væri að opna hann fyrir fólki. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og þótt ekki allir skilji hvernig eigi að elda núðlur þá finnst okkur gaman að kenna og leiðbeina fólki sem kemur til okkar,“ segir Erna.Forvitnilegt frá Japan, origamipappír, skemmtilegir matprjónar og fleira.Vísir/Anton BrinkErna og Kunsang nefna að núðlurnar sem þau framleiða séu bæði ódýrari og hollari kostur en þær sem fást í matvöruverslunum. „Við framleiðum ferskar og lífrænar núðlur og þær eru ódýrari en þær sem fást í matvöruverslunum eða 183 krónur skammturinn,“ segir Erna. Hvað er gott að eiga í skápnum til að útbúa ramennúðlur? „Ef ætlunin er að gera súpu þá er gott að eiga seyði, núðlur og meðlæti svo sem kjúklingabringu, svínakjöt, rækjur, tofu eða eitthvað slíkt, egg og vorlauk. En svo er ágætt að muna að það þarf ekki endilega að bera núðlurnar fram í súpu,“ segir Erna og þau Kunsang gefa lesendum uppskrift að núðlusúpu til að spreyta sig á heima.Kit Kat með grænu tei. Framandi japanskt sælgæti sem gaman er að bragða á. Vísir/Anton Brink
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið