Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - FH 1-1 | Ólsarar eiga enn von Þór Símon Hafþórsson skrifar 24. september 2017 17:00 Steven Lennon tryggði FH stig fyrir vestan. vísir/anton Víkingur Ó. fékk FH í heimsókn en bæði lið höfðu að miklu að keppa fyrir leik. Víkingur Ó. var að berjast fyrir lífi sínu en FH átti eftir að tryggja sæti sitt í Evrópudeildinni. Það var Víkingur Ó. sem byrjaði betur á gegnblautum velli Ólsara en eftir 24 mínútna leik kom Þorsteinn Már heimamönnum yfir eftir klaufagang í vörn FH. FH átti þó nokkur færi en Gabrielius Zargurskas bjargaði tvívegis á línu og Bjarna Þór Viðarssyni tókst einhvernveginn að klúðra dauðafæri sumarsins er hann skaut beinlínis í Cristian Martinez, markmann Ólsara, er hann var innan við 2 metra frá marki. En FH tókst að jafna í seinni hálfleik er Þorvaldur Árnason, dómari, dæmdi vítaspyrnu er Atli Guðnason féll í teignum. Steven Lennon steig upp og skoraði af miklu öryggi. Færin létu á sér standa síðustu mínútur leiksins en þó var FH líklegra liðið til að skora sigurmark. En sigurmarkið kom ekki og lokatölur, 1-1 á Ólafsvík.Afhverju varð jafntefli? FH byrjaði leikinn illa og gaf Víkingi Ó. tækifæri til að gefa tóninn sem þeir gerðu. Ólafsvík byrjuðu leikinn betur og átti t.a.m. Þorsteinn Már skot í stöng áður en hann skoraði stuttu síðar fyrsta mark leiksins. FH átti þó sín færi í fyrri hálfleik en Gabrielius Zargurskas bjargaði tvívegis á línu og Bjarni Þór Viðarsson átti besta færi sumarsins en tókst einhvernveginn að skjóta boltanum í markmanninn í stað þess að skjóta í sjálft markið af tveggja metra færi. Leikur FH bættist þó töluvert í seinni hálfleik en þeir voru í sókn nær allann seinni hálfleikinn og uppskáru að lokum vítaspyrnu sem Steven Lennon nýtti vel. Bæði lið fengu færi í restina en færin voru þó ekki neitt voða góð. Jafntefli sanngjörn úrslit.Þessir stóðu upp úr: Vörn Ólafsvíkinga hefur legið undir mikilli gagnrýni í sumar og hefur hún ofast verið réttmæt. En það var ekki að sjá í dag að þetta væri einhver vörn í krísu. Gabrielius Zargurskas var t.a.m. frábær ásamt Tomasz Luba og Ignacio. Hjá FH var það Davíð Þór Viðarsson eins og svo oft áður en hann tók gjörsamlega yfir miðjuna í seinni og steig varla feil spor. Einnig var Atli Guðna mjög góður án þess þó a vera áberandi. Atli hinsvegar fiskaði vítaspyrnuna sem FH jafnaði úr ásamt því að búa til besta færi sumarsins sem Bjarni Þór Viðarsson náði einhvernveginn ekki að skora úr. Eins og ég sagði. Hann var alls ekki áberandi en hann lét til sín taka þegar máli skiptir. Enda er hann algjör gæða leikmaður.Hvað gekk illa? Það þarf einhver að setjast niður með Pape og kenna honum rangstöðu regluna en hann var flaggaður mjög reglulega í dag og oftast nær var það einungis honum sjálfum að kenna að láta taka sig í landhelgi. Gunnar Nielsen gerði slæm mistök fyrir mark Víkings Ó. en var hinsvegar fínn restina af leiknum. FH fékk þar að auki fjöldann allan af færum og hefði klárlega átt að nýta þau betur. Sérstaklega Bjarni Þór Viðarsson. Honum á eftir að dreyma illa í nótt ef hann leggst á koddann með færið sitt í kollinum.Hvað gerist næst? Víkingur Ó. mætir á Skagann og þarf að vinna sinn leik og treysta á að KA taki stig af ÍBV. Ef allt gengur upp á þeim bænum ná Ólsarar að bjarga sér. Ef aftur á móti ÍBV sigrar KA á Hásteinsvelli skiptir engu hvernig leikurinn á Skaganum endar. Þá væri það ljóst að Víkingur Ó. spili í Inkasso deildinni næsta sumar. FH fær Breiðablik í heimsókn en þar sem FH er búið að tryggja Evrópusæti og Breiðablik er ekki lengur í fallhættu mun sá leikur ekki skipta miklu máli nema bara að enda mótið með sóma.Ejub: Best að segja sem minnst „Mér fannst á tímapunkti í leiknum eins og við gætum alveg unnið þennan leik en kannski var maður full vongóður,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga, eftir leik. Ólafsvíkingar héldu FH í skefjum nær allann leikinn en FH náði á endanum að jafna úr vítaspyrnu. En átti þetta að vera víti? „Ég sá þetta ekki vel. Ef þetta var víti þá var það mjög klaufalegt hjá mínum leikmanni að gera þetta. Ef þetta átti ekki að vera að víti þá væri það mjög sárt. Held að það sé best að segja sem minnst.“ Snemma í seinni hálfleik lenti Böðvari Böðvarssyni og Kwame Quee saman en sá síðarnefndi lá niðri er boltinn var úr leik eftir viðskipti hans við Böðvar. Böðvar fékk að líta gult spjald og var Ejub hissa á þeim dómi. „Nei í raunnini sá ég þetta ekki en ég var samt hissa að sjá Þorvald lyfta gulu spjaldi. Annaðhvort er þetta ekkert eða rautt spjald. Ef einhver sparkar eða kýlir annan þegar boltinn er úr leik þá á það að vera rautt. En ég sá þetta ekki.“ Víkingur Ó. verður að vinna gegn ÍA um næstu helgi og á sama tíma treysta á að KA taki stig af ÍBV til að halda sér uppi. Hann segist ekki efast um að KA komi til með að gefa allt í leikinn. „Við spilum á Íslandi og það er ein heiðarlegasta deild sem til er. Allir reyna að vinna alla þannig á meðan það er tölfræðilegur möguleiki þá verðum við að fara á Skagann og gera okkar.“Heimir: Þegar mótið klárast setjumst við niður Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vonsvikinn að ná ekki í þrjú stig gegn Ólafsvíkingum. „Erfiður leikur en mér fannst við spila vel í þessum leik. Vorum klaufar að landa ekki þessum þremur stigum en Víkingur Ólafsvík er gífurlega vel skipulagt lið.“ Hann taldi að vítaspyrnudómurinn hafi verið réttur dómur. „Þar sem ég stóð þá sýndist mér þetta vera réttur dómur. Hann fer aftan í Atla Guðna.“ Framtíð Heimis hefur verið í umræðunni en enn er óljóst hvort hann verði áfram með liðið næsta sumar. „Það er bara eins og allt annað. Þegar mótið er búið þá setjast menn niður og ræða framhaldið. Ekkert öðruvísi hjá FH en hjá öðrum liðum.“ Kwame og Böðvari lentu saman í byrjun seinni hálfleiks og fékk Böðvar gult spjald fyrir vikið. Heimir sá þetta vel og segir Þorvald, dómara, hafa leyst málið vel. „Ég sá þetta allt. Þetta voru bara smá stympingar á milli manna. Þorvaldur leysti þetta bara vel.“Þorsteinn Már: Heldur okkur á lífi í deildinni „Stig á móti FH er alltaf gott. Við vildum samt taka þrjú í dag en við getum verið ánægðir með þetta stig. Það heldur lífi á okkur í deildinni,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, markaskorari Ólafsvíkinga í dag. Völlur Ólafsvíkinga var rennandi blautur en heimamenn mættu einnig Víkingi R. um síðustu helgi í mjög svipuðum aðstæðum. „Þetta var mjög svipað og gegn Víking R. Þetta var bara einhver drullubolti en mér fannst liðin gera vel í að spila ágætis bolta miðað við aðstæður.“ Víkingur Ó. átti stórfínan leik en það er ekki í takt við leik liðsins á undanförnum vikum. „Vorum ákveðnir að vinna þennan leik og allir voru tilbúnir í það verkefni. Allir vildu leggja allt í sölurnar fyrir þennan leik.“ Næsta umferð leggst ágætlega í Þorstein en þá mætir Víkingur Ó. Skagamönnum á Akranesi. „Hörkuleikur gegn Skaganum næstu helgi og svo vonum við að KA taki ÍBV í Eyjum. Erfitt að þurfa að treysta á annan en sjálfan þig en við verðum að gera okkar og vinna ÍA,“ sagði Þorsteinn en sigri Víkingur Ó. gegn ÍA og tapi ÍBV stigum gegn KA mun Víkingur Ó. bjarga sér.Davíð Þór: Þetta var upplifun Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var tiltölulega svekktur með jafnteflið í Ólafsvík en honum fannst FH hafa getað gert betur. „Svekktir að ná ekki þremur stigum. Fengum fullt af færum til að skora fleiri mörk en við verðum held ég að bera virðingu fyrir þessu stigi. Þetta voru erfiðar aðstæður fyrir bæði lið. Mjög erfitt að spila einhvern fótbolta.“ Sem fyrr segir voru aðstæður ekki á besta veg en völlurinn var rennandi blautur frá toppi til táar. Davíð segist aldrei hafa upplifað annað eins. „Þetta var upplifun. Hann var rennandi blautur völlurinn og laus í sér. Algjört drullusvað á miðjunni og fyrir framan einn teiginn. Ég hef spilað nokkuð lengi en ég held ég hafi aldrei spilað á svona velli áður.“ FH jafnaði metin eftir að Steven Lennon skoraði úr vítaspyrnu eftir að Kwame Quee átti að hafa fellt Atla Guðnason. Sumir töldu þó að Atli hefði sparkað í jörðina og fellt sjálfan sig en Davíð gaf lítið fyrir það. „Mér fannst þetta vera víti. Atli var við það að skjóta á skjóta á markið og hann fer þá í hann. Algjört óviljaverk auðvitað. Mér fannst þetta vera víti en ég er ekkert sérstakur dómari,“ sagði Davíð sem segir það vera létti að vera búið að tryggja veru FH í Evrópudeildinni næsta sumar. „Já það er það. Þetta hefur ekki verið okkar besta tímabil og við erum ekki sáttir með útkomuna en það er mikilvægt fyrir félagið og fyrir okkur að vita af Evrópu sætinu á næsta ári.“ Pepsi Max-deild karla
Víkingur Ó. fékk FH í heimsókn en bæði lið höfðu að miklu að keppa fyrir leik. Víkingur Ó. var að berjast fyrir lífi sínu en FH átti eftir að tryggja sæti sitt í Evrópudeildinni. Það var Víkingur Ó. sem byrjaði betur á gegnblautum velli Ólsara en eftir 24 mínútna leik kom Þorsteinn Már heimamönnum yfir eftir klaufagang í vörn FH. FH átti þó nokkur færi en Gabrielius Zargurskas bjargaði tvívegis á línu og Bjarna Þór Viðarssyni tókst einhvernveginn að klúðra dauðafæri sumarsins er hann skaut beinlínis í Cristian Martinez, markmann Ólsara, er hann var innan við 2 metra frá marki. En FH tókst að jafna í seinni hálfleik er Þorvaldur Árnason, dómari, dæmdi vítaspyrnu er Atli Guðnason féll í teignum. Steven Lennon steig upp og skoraði af miklu öryggi. Færin létu á sér standa síðustu mínútur leiksins en þó var FH líklegra liðið til að skora sigurmark. En sigurmarkið kom ekki og lokatölur, 1-1 á Ólafsvík.Afhverju varð jafntefli? FH byrjaði leikinn illa og gaf Víkingi Ó. tækifæri til að gefa tóninn sem þeir gerðu. Ólafsvík byrjuðu leikinn betur og átti t.a.m. Þorsteinn Már skot í stöng áður en hann skoraði stuttu síðar fyrsta mark leiksins. FH átti þó sín færi í fyrri hálfleik en Gabrielius Zargurskas bjargaði tvívegis á línu og Bjarni Þór Viðarsson átti besta færi sumarsins en tókst einhvernveginn að skjóta boltanum í markmanninn í stað þess að skjóta í sjálft markið af tveggja metra færi. Leikur FH bættist þó töluvert í seinni hálfleik en þeir voru í sókn nær allann seinni hálfleikinn og uppskáru að lokum vítaspyrnu sem Steven Lennon nýtti vel. Bæði lið fengu færi í restina en færin voru þó ekki neitt voða góð. Jafntefli sanngjörn úrslit.Þessir stóðu upp úr: Vörn Ólafsvíkinga hefur legið undir mikilli gagnrýni í sumar og hefur hún ofast verið réttmæt. En það var ekki að sjá í dag að þetta væri einhver vörn í krísu. Gabrielius Zargurskas var t.a.m. frábær ásamt Tomasz Luba og Ignacio. Hjá FH var það Davíð Þór Viðarsson eins og svo oft áður en hann tók gjörsamlega yfir miðjuna í seinni og steig varla feil spor. Einnig var Atli Guðna mjög góður án þess þó a vera áberandi. Atli hinsvegar fiskaði vítaspyrnuna sem FH jafnaði úr ásamt því að búa til besta færi sumarsins sem Bjarni Þór Viðarsson náði einhvernveginn ekki að skora úr. Eins og ég sagði. Hann var alls ekki áberandi en hann lét til sín taka þegar máli skiptir. Enda er hann algjör gæða leikmaður.Hvað gekk illa? Það þarf einhver að setjast niður með Pape og kenna honum rangstöðu regluna en hann var flaggaður mjög reglulega í dag og oftast nær var það einungis honum sjálfum að kenna að láta taka sig í landhelgi. Gunnar Nielsen gerði slæm mistök fyrir mark Víkings Ó. en var hinsvegar fínn restina af leiknum. FH fékk þar að auki fjöldann allan af færum og hefði klárlega átt að nýta þau betur. Sérstaklega Bjarni Þór Viðarsson. Honum á eftir að dreyma illa í nótt ef hann leggst á koddann með færið sitt í kollinum.Hvað gerist næst? Víkingur Ó. mætir á Skagann og þarf að vinna sinn leik og treysta á að KA taki stig af ÍBV. Ef allt gengur upp á þeim bænum ná Ólsarar að bjarga sér. Ef aftur á móti ÍBV sigrar KA á Hásteinsvelli skiptir engu hvernig leikurinn á Skaganum endar. Þá væri það ljóst að Víkingur Ó. spili í Inkasso deildinni næsta sumar. FH fær Breiðablik í heimsókn en þar sem FH er búið að tryggja Evrópusæti og Breiðablik er ekki lengur í fallhættu mun sá leikur ekki skipta miklu máli nema bara að enda mótið með sóma.Ejub: Best að segja sem minnst „Mér fannst á tímapunkti í leiknum eins og við gætum alveg unnið þennan leik en kannski var maður full vongóður,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga, eftir leik. Ólafsvíkingar héldu FH í skefjum nær allann leikinn en FH náði á endanum að jafna úr vítaspyrnu. En átti þetta að vera víti? „Ég sá þetta ekki vel. Ef þetta var víti þá var það mjög klaufalegt hjá mínum leikmanni að gera þetta. Ef þetta átti ekki að vera að víti þá væri það mjög sárt. Held að það sé best að segja sem minnst.“ Snemma í seinni hálfleik lenti Böðvari Böðvarssyni og Kwame Quee saman en sá síðarnefndi lá niðri er boltinn var úr leik eftir viðskipti hans við Böðvar. Böðvar fékk að líta gult spjald og var Ejub hissa á þeim dómi. „Nei í raunnini sá ég þetta ekki en ég var samt hissa að sjá Þorvald lyfta gulu spjaldi. Annaðhvort er þetta ekkert eða rautt spjald. Ef einhver sparkar eða kýlir annan þegar boltinn er úr leik þá á það að vera rautt. En ég sá þetta ekki.“ Víkingur Ó. verður að vinna gegn ÍA um næstu helgi og á sama tíma treysta á að KA taki stig af ÍBV til að halda sér uppi. Hann segist ekki efast um að KA komi til með að gefa allt í leikinn. „Við spilum á Íslandi og það er ein heiðarlegasta deild sem til er. Allir reyna að vinna alla þannig á meðan það er tölfræðilegur möguleiki þá verðum við að fara á Skagann og gera okkar.“Heimir: Þegar mótið klárast setjumst við niður Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vonsvikinn að ná ekki í þrjú stig gegn Ólafsvíkingum. „Erfiður leikur en mér fannst við spila vel í þessum leik. Vorum klaufar að landa ekki þessum þremur stigum en Víkingur Ólafsvík er gífurlega vel skipulagt lið.“ Hann taldi að vítaspyrnudómurinn hafi verið réttur dómur. „Þar sem ég stóð þá sýndist mér þetta vera réttur dómur. Hann fer aftan í Atla Guðna.“ Framtíð Heimis hefur verið í umræðunni en enn er óljóst hvort hann verði áfram með liðið næsta sumar. „Það er bara eins og allt annað. Þegar mótið er búið þá setjast menn niður og ræða framhaldið. Ekkert öðruvísi hjá FH en hjá öðrum liðum.“ Kwame og Böðvari lentu saman í byrjun seinni hálfleiks og fékk Böðvar gult spjald fyrir vikið. Heimir sá þetta vel og segir Þorvald, dómara, hafa leyst málið vel. „Ég sá þetta allt. Þetta voru bara smá stympingar á milli manna. Þorvaldur leysti þetta bara vel.“Þorsteinn Már: Heldur okkur á lífi í deildinni „Stig á móti FH er alltaf gott. Við vildum samt taka þrjú í dag en við getum verið ánægðir með þetta stig. Það heldur lífi á okkur í deildinni,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, markaskorari Ólafsvíkinga í dag. Völlur Ólafsvíkinga var rennandi blautur en heimamenn mættu einnig Víkingi R. um síðustu helgi í mjög svipuðum aðstæðum. „Þetta var mjög svipað og gegn Víking R. Þetta var bara einhver drullubolti en mér fannst liðin gera vel í að spila ágætis bolta miðað við aðstæður.“ Víkingur Ó. átti stórfínan leik en það er ekki í takt við leik liðsins á undanförnum vikum. „Vorum ákveðnir að vinna þennan leik og allir voru tilbúnir í það verkefni. Allir vildu leggja allt í sölurnar fyrir þennan leik.“ Næsta umferð leggst ágætlega í Þorstein en þá mætir Víkingur Ó. Skagamönnum á Akranesi. „Hörkuleikur gegn Skaganum næstu helgi og svo vonum við að KA taki ÍBV í Eyjum. Erfitt að þurfa að treysta á annan en sjálfan þig en við verðum að gera okkar og vinna ÍA,“ sagði Þorsteinn en sigri Víkingur Ó. gegn ÍA og tapi ÍBV stigum gegn KA mun Víkingur Ó. bjarga sér.Davíð Þór: Þetta var upplifun Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var tiltölulega svekktur með jafnteflið í Ólafsvík en honum fannst FH hafa getað gert betur. „Svekktir að ná ekki þremur stigum. Fengum fullt af færum til að skora fleiri mörk en við verðum held ég að bera virðingu fyrir þessu stigi. Þetta voru erfiðar aðstæður fyrir bæði lið. Mjög erfitt að spila einhvern fótbolta.“ Sem fyrr segir voru aðstæður ekki á besta veg en völlurinn var rennandi blautur frá toppi til táar. Davíð segist aldrei hafa upplifað annað eins. „Þetta var upplifun. Hann var rennandi blautur völlurinn og laus í sér. Algjört drullusvað á miðjunni og fyrir framan einn teiginn. Ég hef spilað nokkuð lengi en ég held ég hafi aldrei spilað á svona velli áður.“ FH jafnaði metin eftir að Steven Lennon skoraði úr vítaspyrnu eftir að Kwame Quee átti að hafa fellt Atla Guðnason. Sumir töldu þó að Atli hefði sparkað í jörðina og fellt sjálfan sig en Davíð gaf lítið fyrir það. „Mér fannst þetta vera víti. Atli var við það að skjóta á skjóta á markið og hann fer þá í hann. Algjört óviljaverk auðvitað. Mér fannst þetta vera víti en ég er ekkert sérstakur dómari,“ sagði Davíð sem segir það vera létti að vera búið að tryggja veru FH í Evrópudeildinni næsta sumar. „Já það er það. Þetta hefur ekki verið okkar besta tímabil og við erum ekki sáttir með útkomuna en það er mikilvægt fyrir félagið og fyrir okkur að vita af Evrópu sætinu á næsta ári.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti