Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 12:30 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur Herjólfs. Vísir/Eyþór Vegagerðin tilkynnti í dag að viðgerð á Herjólfi hafi verið frestað en skipið hefur verið í slipp í Hafnarfirði síðan í byrjun vikunnar. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir upplýsingaflæðið í tengslum við viðgerðirnar. Norska ferjan Röst sem er svipað skip og Herjólfur hefur sinnt siglingum í Landeyjarhöfn á meðan Herjólfur var í viðgerð. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að þegar kom í ljós kom að ekki fengist leyfi fyrir Röst til siglinga í Þorlákshöfn og ekki í Landeyjahöfn eftir 30. september var reynt að flýta sem kostur er viðgerð á Herjólfi. „Reynt var að fá undanþágu fyrir siglingar Rastar í Landeyjahöfn fyrstu dagana í október en norska siglingastofnunin hafnaði þeirri beiðni eiganda skipsins í gær. Því var sú ákvörðun tekin í beinu framhaldi af því að fresta viðgerðinni og gera Herjólf tilbúinn til siglinga þannig að ekki kæmi til þess að hlé yrði á siglingum til Vestmannaeyja. “Undanþágubeiðni hafnaðVegagerðin hefur þegar hafið leit að öðru skipi sem geti fengið leyfi til þess að sigla í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn eftir 1.október. Rekstur Herjólfs er bundinn í þurrleigu- og rekstrarsamningum við Eimskip. Eimskip er ábyrgt fyrir rekstri skipsins, viðhaldi og viðgerðum þess. Skemmdirnar á Herjólfi komu í ljós í reglubundnu eftirliti í slipptöku Herjólfs á vegum Eimskip síðastliðið vor. Skemmdirnar eru í sérsmíðuðum stjórnborðs niðurfærslugír aðalvélar skipsins.Varahlutir sem þurfi í viðgerðina seinkaði ítrekað og þar sem norska siglingarstofnunin hafnaði undanþágubeiðninni fyrir Röst var ákveðið að fresta viðgerðunum á Herjólfi þangað til í Haust. Nú er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand þannig að skipið geti hafið áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar skrifaði pistil um Herjólf áður en tilkynningin barst frá Vegagerðinni. Þar gagnrýnir hann harðlega upplýsingaflæðið í kringum viðgerðina. Þar skrifar hann „Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.“Lásu um viðgerðina á FacebookElliði segir engu líkara en að Vestmanneyjarbæ, fulltrúa heimamanna, komi þetta ekki við. „Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook. Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina?“ Elliði segir að þetta gangi ekki svona og að Vestmannaeyjarbær þurfi að taka yfir reksturs Herjólfs. Tilkynningin frá Vegagerðinni um viðgerðina var svo send út skömmu fyrir hádegi í dag. Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vegagerðin tilkynnti í dag að viðgerð á Herjólfi hafi verið frestað en skipið hefur verið í slipp í Hafnarfirði síðan í byrjun vikunnar. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir upplýsingaflæðið í tengslum við viðgerðirnar. Norska ferjan Röst sem er svipað skip og Herjólfur hefur sinnt siglingum í Landeyjarhöfn á meðan Herjólfur var í viðgerð. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að þegar kom í ljós kom að ekki fengist leyfi fyrir Röst til siglinga í Þorlákshöfn og ekki í Landeyjahöfn eftir 30. september var reynt að flýta sem kostur er viðgerð á Herjólfi. „Reynt var að fá undanþágu fyrir siglingar Rastar í Landeyjahöfn fyrstu dagana í október en norska siglingastofnunin hafnaði þeirri beiðni eiganda skipsins í gær. Því var sú ákvörðun tekin í beinu framhaldi af því að fresta viðgerðinni og gera Herjólf tilbúinn til siglinga þannig að ekki kæmi til þess að hlé yrði á siglingum til Vestmannaeyja. “Undanþágubeiðni hafnaðVegagerðin hefur þegar hafið leit að öðru skipi sem geti fengið leyfi til þess að sigla í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn eftir 1.október. Rekstur Herjólfs er bundinn í þurrleigu- og rekstrarsamningum við Eimskip. Eimskip er ábyrgt fyrir rekstri skipsins, viðhaldi og viðgerðum þess. Skemmdirnar á Herjólfi komu í ljós í reglubundnu eftirliti í slipptöku Herjólfs á vegum Eimskip síðastliðið vor. Skemmdirnar eru í sérsmíðuðum stjórnborðs niðurfærslugír aðalvélar skipsins.Varahlutir sem þurfi í viðgerðina seinkaði ítrekað og þar sem norska siglingarstofnunin hafnaði undanþágubeiðninni fyrir Röst var ákveðið að fresta viðgerðunum á Herjólfi þangað til í Haust. Nú er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand þannig að skipið geti hafið áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar skrifaði pistil um Herjólf áður en tilkynningin barst frá Vegagerðinni. Þar gagnrýnir hann harðlega upplýsingaflæðið í kringum viðgerðina. Þar skrifar hann „Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.“Lásu um viðgerðina á FacebookElliði segir engu líkara en að Vestmanneyjarbæ, fulltrúa heimamanna, komi þetta ekki við. „Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook. Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina?“ Elliði segir að þetta gangi ekki svona og að Vestmannaeyjarbær þurfi að taka yfir reksturs Herjólfs. Tilkynningin frá Vegagerðinni um viðgerðina var svo send út skömmu fyrir hádegi í dag.
Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16