Áherslan á vandaða vöru og heildstæða línu Ritstjórn skrifar 22. september 2017 11:30 Erna, hér í umvafin fyrirsætunum úr sýningunni og starfsfólki Geysis baksviðs. Mynd: Sunday & White Tískusýning Geysis fyrir vetrarlínuna er í kvöld í Héðinshúsinu. Við heyrðum í Ernu Einarsdóttur, yfirhönnuði Geysis sem sagði okkur frá línunni. Okkur hlakkar mikið til að detta inn í ,,Geysis-heiminn" í kvöld og sjá hvernig veturinn verður. Geturðu sagt mér aðeins frá línunni? Þetta er Vetur 17/18 línan okkar frá Geysi. Þarna eru margir nýir stílar í bland við nokkra klassíska Geysis-stíla. Hvaðan fékkstu helst innblástur? Ég sótti innblástur í málverk Guðmundu Andrésdóttur. Verk hennar hafa alltaf heillað mig, munstrin, litavalið og leit hennar að fullkomna abstrakt listaverkinu. Innblásturinn kemur líka frá efnunum sjálfum, garninu sem ég er að nota og hvernig þessu er blandað saman. Er þessi lína frábrugðin öðrum línum sem þú hefur unnið fyrir Geysi eða heldurðu ávallt í sömu gildin? Ég myndi sjálf segja að þetta væri frábrugðið siðustu vetrarlínu vegna litavals og hvernig prjónið er notað, en einnig held ég að það séu stílar sem munu koma á óvart. Við munum kynna yfirhafnir í vetur en eitthvað af þeim verða í sýningunni. En þarna verða þó nokkrar klassískar Geysis vörur og stíll sem þeir sem þekkja vörurnar okkar ættu að kannast vel við. Þannig að þetta er nýtt í bland við gamalt og gott.Á hvað leggurðu hvað mesta áherslu í línunni? Fyrir þessa línu hafði ég mestan áhuga á að kynna eitthvað ákveðið munstur sem myndi einkenna línuna. Áherslan liggur líka í að kynna vandaða vöru og heildstæða línu, bæði þannig að línan sé flott saman en einnig að þetta sé hluti af Geysis heiminum. Hefurðu sérstaka konu í huga við gerð línunnar? Svona já og nei, ég hugsa oft hvort ég sjálf myndi ganga í fötunum, mamma mín og systir. Við erum ekki með nákvæmlega sama stíl en þær þora til dæmis að blanda mikið af efnum og litum saman og mér finnst það alltaf áhugavert. Þær eru líka ekki mikið að pæla í trendum og nota föt sem mamma er kannski búin að eiga í 20 ár og við systurnar förum reglulega í gegnum fataskápinn að finna gamlar og góðar flíkur í bland við það sem við notum sjálfar. Ég hugsa líka til ímyndaðrar konu, minnar „Geysis konu“ og er með hugmyndir um hvernig hún klæðir sig. Hún gengur til dæmis mikið í „settum“ sem ég er mjög hrifin af að hanna og vinna með. Hún er líka litaglöð og fílar allskonar efni og munstur. Þessi kona þróast smá saman í hinar og þessar áttir en þó innan míns „Geysis“ hugarheims.Geturðu sagt mér frá efnunum og litunum í línunni? Ég var að vinna meira með létta Merino ull en áður. Það verða líka einhverjar nýjungar í prjóninu og ég var að þróa td. kraga á boli og kjóla og ný snið á kjólum, sem og munstur. Ég held mig oft við grátónað garn en vel nokkra vel valda liti til að blanda inn á milli, sterka liti sem setja svip sinn á línuna. Ég vann mikið með rauða tóna í ár í bland við bláa tóna. Hverju megum við búast við frá sýningunni sjálfri? Hún verður áhugaverð og kemur vonandi á óvart. Við erum búin að leggja mikið í hana eins og allt sem við gerum og það skilar sér vonandi í flottri sýningu. Við þökkum Ernu fyrir spjallið og fylgjumst vel með Geysi í kvöld. Mynd: Axel Sigurðarson Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour
Tískusýning Geysis fyrir vetrarlínuna er í kvöld í Héðinshúsinu. Við heyrðum í Ernu Einarsdóttur, yfirhönnuði Geysis sem sagði okkur frá línunni. Okkur hlakkar mikið til að detta inn í ,,Geysis-heiminn" í kvöld og sjá hvernig veturinn verður. Geturðu sagt mér aðeins frá línunni? Þetta er Vetur 17/18 línan okkar frá Geysi. Þarna eru margir nýir stílar í bland við nokkra klassíska Geysis-stíla. Hvaðan fékkstu helst innblástur? Ég sótti innblástur í málverk Guðmundu Andrésdóttur. Verk hennar hafa alltaf heillað mig, munstrin, litavalið og leit hennar að fullkomna abstrakt listaverkinu. Innblásturinn kemur líka frá efnunum sjálfum, garninu sem ég er að nota og hvernig þessu er blandað saman. Er þessi lína frábrugðin öðrum línum sem þú hefur unnið fyrir Geysi eða heldurðu ávallt í sömu gildin? Ég myndi sjálf segja að þetta væri frábrugðið siðustu vetrarlínu vegna litavals og hvernig prjónið er notað, en einnig held ég að það séu stílar sem munu koma á óvart. Við munum kynna yfirhafnir í vetur en eitthvað af þeim verða í sýningunni. En þarna verða þó nokkrar klassískar Geysis vörur og stíll sem þeir sem þekkja vörurnar okkar ættu að kannast vel við. Þannig að þetta er nýtt í bland við gamalt og gott.Á hvað leggurðu hvað mesta áherslu í línunni? Fyrir þessa línu hafði ég mestan áhuga á að kynna eitthvað ákveðið munstur sem myndi einkenna línuna. Áherslan liggur líka í að kynna vandaða vöru og heildstæða línu, bæði þannig að línan sé flott saman en einnig að þetta sé hluti af Geysis heiminum. Hefurðu sérstaka konu í huga við gerð línunnar? Svona já og nei, ég hugsa oft hvort ég sjálf myndi ganga í fötunum, mamma mín og systir. Við erum ekki með nákvæmlega sama stíl en þær þora til dæmis að blanda mikið af efnum og litum saman og mér finnst það alltaf áhugavert. Þær eru líka ekki mikið að pæla í trendum og nota föt sem mamma er kannski búin að eiga í 20 ár og við systurnar förum reglulega í gegnum fataskápinn að finna gamlar og góðar flíkur í bland við það sem við notum sjálfar. Ég hugsa líka til ímyndaðrar konu, minnar „Geysis konu“ og er með hugmyndir um hvernig hún klæðir sig. Hún gengur til dæmis mikið í „settum“ sem ég er mjög hrifin af að hanna og vinna með. Hún er líka litaglöð og fílar allskonar efni og munstur. Þessi kona þróast smá saman í hinar og þessar áttir en þó innan míns „Geysis“ hugarheims.Geturðu sagt mér frá efnunum og litunum í línunni? Ég var að vinna meira með létta Merino ull en áður. Það verða líka einhverjar nýjungar í prjóninu og ég var að þróa td. kraga á boli og kjóla og ný snið á kjólum, sem og munstur. Ég held mig oft við grátónað garn en vel nokkra vel valda liti til að blanda inn á milli, sterka liti sem setja svip sinn á línuna. Ég vann mikið með rauða tóna í ár í bland við bláa tóna. Hverju megum við búast við frá sýningunni sjálfri? Hún verður áhugaverð og kemur vonandi á óvart. Við erum búin að leggja mikið í hana eins og allt sem við gerum og það skilar sér vonandi í flottri sýningu. Við þökkum Ernu fyrir spjallið og fylgjumst vel með Geysi í kvöld. Mynd: Axel Sigurðarson
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour