Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2017 22:52 Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir ferðamálafræðingur rekur tjaldsvæðið á Höfn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigrúnu Kapitolu Guðrúnardóttur ferðamálafræðing, sem rekur tjaldsvæðið á Höfn. Í huga flestra Íslendinga er tjaldútilegutíminn kannski frá miðjum júní og eitthvað fram yfir verslunarmannahelgi. Á Höfn býðst ferðamönnum hins vegar að tjalda meira að segja á þorranum því þar verður opið í allan vetur.Séð yfir tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði núna í september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fáir þekkja breytingarnar betur en rekstraraðili tjaldsvæðisins, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem hóf að þjónusta tjaldgesti fyrir átján árum. Hún segir að áður fyrr hafi verið opið í þrjá mánuði og aðsóknin fallið niður upp úr verslunarmannahelgi en núna sé septembermánuður eins og júní var fyrir fáum árum. Þannig hafi heildarfjöldi gesta verið 167 allan septembermánuð árið 2007. Í ár séu dæmi um hátt í 300 gesti á einum degi núna í september. „Þetta er bara að breytast svo gríðarlega,“ segir Sigrún Kapitola. Stóra breytingin sé fjölgun húsbíla, stórra sem smárra. Núna sé vel efnað miðaldra fólk að ferðast jafnvel á litlum húsbílum, eins og Kúkú Campers. Hún segir þessa gesti vilja sameina gistingu og bílaleigubíl til að lækka ferðakostnað. Þeir séu ekki tilbúnir að eyða kannski 300-400 þúsund krónum bara í gistingu í sex daga ferð um Ísland. Húsbílar á tjaldsvæðinu á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún segir fjölgun húsbílanna þrýsta á lengri opnunartíma en segir þeim einnig fjölga sem velja að tjalda að vetrarlagi, meira að segja í frosthörkum. Mikið af því sé alvöru útivistarfólk með alvöru græjur sem hafi engar áhyggjur þótt það skelli á stormur. Hún býst þó ekki við fjölmenni á tjaldsvæðinu yfir háveturinn. „Smágóðgerðarstarf kannski að hafa opið yfir svörtustu vetrarmánuðina. En aðstaðan þarf að vera opin. Það þarf að vera þjónusta,“ segir Sigrún Kapitola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigrúnu Kapitolu Guðrúnardóttur ferðamálafræðing, sem rekur tjaldsvæðið á Höfn. Í huga flestra Íslendinga er tjaldútilegutíminn kannski frá miðjum júní og eitthvað fram yfir verslunarmannahelgi. Á Höfn býðst ferðamönnum hins vegar að tjalda meira að segja á þorranum því þar verður opið í allan vetur.Séð yfir tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði núna í september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fáir þekkja breytingarnar betur en rekstraraðili tjaldsvæðisins, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem hóf að þjónusta tjaldgesti fyrir átján árum. Hún segir að áður fyrr hafi verið opið í þrjá mánuði og aðsóknin fallið niður upp úr verslunarmannahelgi en núna sé septembermánuður eins og júní var fyrir fáum árum. Þannig hafi heildarfjöldi gesta verið 167 allan septembermánuð árið 2007. Í ár séu dæmi um hátt í 300 gesti á einum degi núna í september. „Þetta er bara að breytast svo gríðarlega,“ segir Sigrún Kapitola. Stóra breytingin sé fjölgun húsbíla, stórra sem smárra. Núna sé vel efnað miðaldra fólk að ferðast jafnvel á litlum húsbílum, eins og Kúkú Campers. Hún segir þessa gesti vilja sameina gistingu og bílaleigubíl til að lækka ferðakostnað. Þeir séu ekki tilbúnir að eyða kannski 300-400 þúsund krónum bara í gistingu í sex daga ferð um Ísland. Húsbílar á tjaldsvæðinu á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún segir fjölgun húsbílanna þrýsta á lengri opnunartíma en segir þeim einnig fjölga sem velja að tjalda að vetrarlagi, meira að segja í frosthörkum. Mikið af því sé alvöru útivistarfólk með alvöru græjur sem hafi engar áhyggjur þótt það skelli á stormur. Hún býst þó ekki við fjölmenni á tjaldsvæðinu yfir háveturinn. „Smágóðgerðarstarf kannski að hafa opið yfir svörtustu vetrarmánuðina. En aðstaðan þarf að vera opin. Það þarf að vera þjónusta,“ segir Sigrún Kapitola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00