Vilja undirgöng fyrir ríðandi vegfarendur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2017 06:00 Nýi stígurinn er kippkorn frá hesthúsunum. vísir/eyþór „Göngustígur er hið besta mál en við höfum áhyggjur af malbikuðum hjólastíg,“ segir Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla í Hafnarfirði sem varað hefur við slysahættu sem gæti skapast vegna hjólastígs sem malbika á fram hjá hesthúsum hestamannafélagins. Þórunn segir að í sumar hafi verið unnið við gerð stígs meðfram Kaldárselsvegi. „Samkvæmt aðalskipulagi átti að koma þarna göngustígur en síðan hefur þetta þróast í hjólastíg,“ segir Þórunn sem sendi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bréf og lýsti miklum áhyggjum Sörlamanna.Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði við nýja göngu- og hjólastíginn við hestahúsabyggðina.vísir/eyþórHesthúsin eru ofan við Kaldárselsveg en reiðvegurinn er handan hans. Nýi stígurinn er hins vegar hesthúsmegin. Hestafólk þarf því að fara yfir nýja stíginn til að komast á reiðgötuna. „Hröð umferð reiðhjólamanna og ríðandi vegfarenda fer illa saman og er ávísun á slys,“ segir í bréfi Þórunnar til bæjarins. Stemma þurfi stigu við hraða hjólreiðamanna við hesthúsabyggðina við Hlíðarþúfur. „Besta lausn til framtíðar að okkar mati eru undirgöng sem myndu liggja bæði undir reiðhjólastíginn og Kaldárselsveginn.“ Í millitíðinni þurfi lausnir á borð við að hjólreiðastígurinn verði ekki malbikaður við Hlíðarþúfur, að settar verði varúðarmerkingar, að hestamenn hafi forgang og biðskylda verði hjá hjólreiðafólki. Jafnvel að hlið hægi á hjólandi umferð. Í samtali við Fréttablaðið bendir Þórunn á að fólk á reiðhjólum sé hljóðlaust og oft í skærum litum. „Það birtist kannski skyndilega og þá fælast hestar og það verða slys. Við erum alls ekkert á móti þessu en viljum að þetta sé gert eins öruggt og hægt er. Þá þarf að gera ráðstafanir svo þessi umferð fari saman; að hægja á hjólaumferðinni eða þá að sleppa því að malbika stíginn. Það eru alls konar aðferðir til. Núna eru þrjár leiðir frá hesthúshverfinu yfir á reiðgötuna en það væri í sjálfu sér nóg að hafa bara eina örugga leið og það sem við vildum helst er að gerð yrðu undirgöng.“ Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
„Göngustígur er hið besta mál en við höfum áhyggjur af malbikuðum hjólastíg,“ segir Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla í Hafnarfirði sem varað hefur við slysahættu sem gæti skapast vegna hjólastígs sem malbika á fram hjá hesthúsum hestamannafélagins. Þórunn segir að í sumar hafi verið unnið við gerð stígs meðfram Kaldárselsvegi. „Samkvæmt aðalskipulagi átti að koma þarna göngustígur en síðan hefur þetta þróast í hjólastíg,“ segir Þórunn sem sendi bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bréf og lýsti miklum áhyggjum Sörlamanna.Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði við nýja göngu- og hjólastíginn við hestahúsabyggðina.vísir/eyþórHesthúsin eru ofan við Kaldárselsveg en reiðvegurinn er handan hans. Nýi stígurinn er hins vegar hesthúsmegin. Hestafólk þarf því að fara yfir nýja stíginn til að komast á reiðgötuna. „Hröð umferð reiðhjólamanna og ríðandi vegfarenda fer illa saman og er ávísun á slys,“ segir í bréfi Þórunnar til bæjarins. Stemma þurfi stigu við hraða hjólreiðamanna við hesthúsabyggðina við Hlíðarþúfur. „Besta lausn til framtíðar að okkar mati eru undirgöng sem myndu liggja bæði undir reiðhjólastíginn og Kaldárselsveginn.“ Í millitíðinni þurfi lausnir á borð við að hjólreiðastígurinn verði ekki malbikaður við Hlíðarþúfur, að settar verði varúðarmerkingar, að hestamenn hafi forgang og biðskylda verði hjá hjólreiðafólki. Jafnvel að hlið hægi á hjólandi umferð. Í samtali við Fréttablaðið bendir Þórunn á að fólk á reiðhjólum sé hljóðlaust og oft í skærum litum. „Það birtist kannski skyndilega og þá fælast hestar og það verða slys. Við erum alls ekkert á móti þessu en viljum að þetta sé gert eins öruggt og hægt er. Þá þarf að gera ráðstafanir svo þessi umferð fari saman; að hægja á hjólaumferðinni eða þá að sleppa því að malbika stíginn. Það eru alls konar aðferðir til. Núna eru þrjár leiðir frá hesthúshverfinu yfir á reiðgötuna en það væri í sjálfu sér nóg að hafa bara eina örugga leið og það sem við vildum helst er að gerð yrðu undirgöng.“
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira