Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2017 21:21 Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum og rætt við þá Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC Bakka Silicon, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Þetta er mesta iðnaðaruppbygging í sögu Norðurlands en áætlað er að smíði kísilversins kosti um 34 milljarða króna. Mannvirkin á Bakka eru nú hvert af öðru að taka á sig endanlega mynd og það hyllir undir gangsetningu. Það er þýska fyrirtækið SMS sem reisir verksmiðjuna fyrir PCC.Verksmiðjuhúsin eru risin á Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við erum bara á lokametrunum. Mitt starfsfólk hérna á Bakka er að byrja að taka við verksmiðjunni,” segir Hafsteinn, forstjóri PCC. Það ferli standi fram í desember. Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verði sett í gang. Framkvæmdirnar eru nú í hámarki og um 500 manns að störfum á Bakka þessa dagana. Á Húsavík fylgjast ráðamenn spenntir með. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta hefur gengið stóráfallalaust og í reynd bara ótrúlega vel,” segir Kristján Þór sveitarstjóri. „Hér hafa ekki orðið nein slys eða alvarleg tilfelli og allir verkþættir meira og minna á áætlun. En eins og gengur í stórum verkefnum er alltaf eitthvað eftirá og annað gengur betur. En heilt yfir erum við á tíma,” segir Hafsteinn. Í fyrirtækinu verða til yfir eitthundrað varanleg störf á Húsavík. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum sem búið er að koma fyrir í ofnhúsinu.Tveir bræðsluofnar verða í þessum fyrri áfanga kísilversins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Núna eru í gangi prófanir á tækjum jafnhliða því sem við erum að klára bygginguna sjálfa. Þær prófanir munu taka næstu mánuði. Það verður ekki sett í gang fyrr en það eru komin öll græn ljós, allt verður tilbúið og allir eru sáttir við að við séum með öll tæki og öll kerfi í lagi,” segir forstjóri PCC á Bakka. Iðnaðarsvæðið á Bakka séð úr lofti. Húsavík er ofarlega til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það séu bara allir spenntir að sjá hvort þetta fari ekki bara allt saman vel, eins og stefnt er að,” segir sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum og rætt við þá Hafstein Viktorsson, forstjóra PCC Bakka Silicon, og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Þetta er mesta iðnaðaruppbygging í sögu Norðurlands en áætlað er að smíði kísilversins kosti um 34 milljarða króna. Mannvirkin á Bakka eru nú hvert af öðru að taka á sig endanlega mynd og það hyllir undir gangsetningu. Það er þýska fyrirtækið SMS sem reisir verksmiðjuna fyrir PCC.Verksmiðjuhúsin eru risin á Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við erum bara á lokametrunum. Mitt starfsfólk hérna á Bakka er að byrja að taka við verksmiðjunni,” segir Hafsteinn, forstjóri PCC. Það ferli standi fram í desember. Í lok þessa árs eða byrjun þess næsta verði sett í gang. Framkvæmdirnar eru nú í hámarki og um 500 manns að störfum á Bakka þessa dagana. Á Húsavík fylgjast ráðamenn spenntir með. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta hefur gengið stóráfallalaust og í reynd bara ótrúlega vel,” segir Kristján Þór sveitarstjóri. „Hér hafa ekki orðið nein slys eða alvarleg tilfelli og allir verkþættir meira og minna á áætlun. En eins og gengur í stórum verkefnum er alltaf eitthvað eftirá og annað gengur betur. En heilt yfir erum við á tíma,” segir Hafsteinn. Í fyrirtækinu verða til yfir eitthundrað varanleg störf á Húsavík. Verksmiðjunni er ætlað að framleiða 32 þúsund tonn af kísilmálmi á ári í tveimur bræðsluofnum sem búið er að koma fyrir í ofnhúsinu.Tveir bræðsluofnar verða í þessum fyrri áfanga kísilversins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Núna eru í gangi prófanir á tækjum jafnhliða því sem við erum að klára bygginguna sjálfa. Þær prófanir munu taka næstu mánuði. Það verður ekki sett í gang fyrr en það eru komin öll græn ljós, allt verður tilbúið og allir eru sáttir við að við séum með öll tæki og öll kerfi í lagi,” segir forstjóri PCC á Bakka. Iðnaðarsvæðið á Bakka séð úr lofti. Húsavík er ofarlega til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það séu bara allir spenntir að sjá hvort þetta fari ekki bara allt saman vel, eins og stefnt er að,” segir sveitarstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22