Íslensk Nýfréttamennska Jóhannes Loftsson skrifar 21. september 2017 14:54 Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar