Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 13:02 Börn í Víðistaðaskóla fengu afhent skólagögn fyrr í dag. vísir/sigurjón Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira