Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 13:02 Börn í Víðistaðaskóla fengu afhent skólagögn fyrr í dag. vísir/sigurjón Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fá í dag skólagögn en afhending stílabóka og ritfanga tafðist í fimm vikur. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa 710 nemendur skólans verið án gagna í skólanum í fimm vikur þar sem aðeins brotabrot höfðu borist frá birgi. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," sagði Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í kvöldfréttum í gær.Mannleg mistökUm miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli fékk ekki gögnin vegna mannlegra mistaka. Í tilkynningu á vef Hafnarfjarðabæjar kemur fram að eftir að Fræðsluráð Hafnarfjarðar hafi samþykkt gjaldfrjálsa grunnskólagöngu í bæjarfélaginu hafi verkefnið verið boðið út og Penninn Eymundson hafi verið með hagstæðasta tilboðið og tekið jafnframt að sér að útvega gögnin. „Þrátt fyrir athugasemdir frá skólanum og starfsfólki á Fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins taldi birginn að vörurnar væru komnar eða væru á leiðinni. Um það var tekist í óþarflega langan tíma og þolinmæði kennara og starfsfólk skólans brást í lok síðustu viku. Í kjölfarið gerði birginn sér grein fyrir að mannleg mistök hefðu verið gerð hjá þeim í afhendingarferlinu og hófst hann þá samstundis handa við að klára afhendinguna.”Sjá einnig: Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikurNemendur Víðistaðaskóla voru án skólagagna í fimm vikur. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri sagði þetta hafa reynt mikið á.vísir/sigurjónInnri verkferlar verða skoðaðirBæjarstjórinn hefur fundað með kennurum og starfsfólki og þakkaði þeim fyrir að halda skólastarfinu gangandi við erfiðar aðstæður. Rætt var um lærdóminn sem mætti draga af þessu til þess að bæta ferla fyrir næsta skólaár. Segir ennfremur í tilkynningunni: „Fulltrúar Pennans hafa komið á framfæri bæði við skólastjórnendur og annarra starfsmanna sem að ferlinu komu að þeir harmi þessu leiðu mistök og nú verði allt gert til þess að bæta úr þessu. Penninn afhenti stærsta hluta óafgreiddu gagnanna í morgun og nú er verið að vinna hörðum höndum við það að koma gögnunum inn í bekkina til barnanna. Restin verður afhend eftir hádegi.” Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og skoða hvort eitthvað hefði getað farið betur í samskiptum við birgjann. Vinnuhópur verður settur saman skipaður fulltrúum kennara, skólastjórnenda, Fræðslu- og frístundaþjónustu og kjörinna fulltrúa til að undirbúa útboð, innkaup og afhendingu gagna fyrir næsta skólaár.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira