Íslensk útgáfa af sænskum rappsmelli Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. september 2017 10:45 Logi Pedro ætlar að halda skandinavískt rappkvöld á næstunni. Vísir/GVA Gucci Song með sænska rapparanum Michel Dida fær á morgun sérstakt íslenskt remix þar sem þau Jóhanna Rakel, Jóhann Kristófer og Birnir bæta við það sem sænskir frændur vorir voru búnir að byggja. Gucci Song hefur verið frekar vinsælt lag í Svíþjóð í sumar. Lagið er úr smiðju Trans94, umboðsskrifstofu og útgáfufyrirtækis í Svíþjóð. Hópurinn sér m.a. um sænsku tónlistarmennina Silvönu Imam, sem kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra, fyrrnefndan Michel Dida, Erik Lundin og Cherrie en sú síðastnefnda vann til verðlauna á sænsku Grammi-verðlaunahátíðinni árið 2016 fyrir R&B og hipphopp-plötu ársins. „Það er heiður að vera í sambandi við þetta gengi. Trans94 eru svolítið mikið búnir að vera að gera svona remix-verkefni og fleira – það var að koma út heimildarmynd um Silvana Imam og bók sem heitir Third Culture Kids sem fjallar um krakka sem hafa alist upp í öðrum menningarheimi en foreldrar þeirra koma úr. Þetta er bara nett gengi. Michel Dida er mjög flottur. Síðast þegar hann gerði svona stórt remix var það lagið Höru Mej Bae sem varð risastórt á Norðurlöndunum. Það kom remix með stelpum eingöngu – Zara Larsson er til dæmis með í því. Gucci Song hefur fengið remix með sænskum göturöppurum og Dida vildi gera spes remix með íslenskum röppurum – þeir eru búnir að fylgjast með senunni hérna heima og finnst það náttúrulega mjög spennandi og því lá alveg beint við að gera eitthvað feitt hérna heima, þannig að Jóhann, Jóhanna Rakel og Birnir negldu niður vers. Þetta er allt bara mjög spennandi, þetta eru stærstu og virtustu rappararnir í Svíþjóð í dag, myndi ég segja,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn af heilunum bak við verkefnið.Birnir stökk á remixið ásamt Jóhönnu Rakel og Jóhanni Kristófer. Vísir/Anton BrinkEr eitthvað fleira svona á leiðinni frá ykkur? „Þetta er partur af stærra samstarfi sem við Les Freres Stefson erum búnir að vera að setja upp. Við höfum verið að vinna með röppurum í Danmörku, á Írlandi og svo í Svíþjóð núna. Við erum búnir að að fá til Íslands danska rapparann Emil Stabil – hann kom á Airwaves og svo fengum við hann aftur á MR-ball – við erum líka að vonast til að hann komi og spili aftur í haust. Sama máli gegnir um Unge Ferrari sem er norskur rappari – hann spilaði á Airwaves og svo MR-ballinu. Síðan er það írskt band sem er að koma á Airwaves sem heitir Hare Squead sem við linkuðum upp með þegar við vorum að spila í Brighton og væbuðum með. Við fengum þá til að koma á Airwaves og vonandi í stúdóið. Þeir eru búnir að taka þátt í einu Sturlu Atlas lagi sem kemur vonandi út í haust. Þetta band hefur til dæmis gert lag með Goldlink og er að fá sturlaða spilun. Það er bara gaman að þessi frábæra íslenska sena sé ekki bara að gera hipphopp sem er vinsælt hérna heima heldur í raun samkeppnishæft úti í heimi.“ Lagið Gucci Song „Reykjavík remix“ kemur á streymisveituna Spotify á morgun. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Gucci Song með sænska rapparanum Michel Dida fær á morgun sérstakt íslenskt remix þar sem þau Jóhanna Rakel, Jóhann Kristófer og Birnir bæta við það sem sænskir frændur vorir voru búnir að byggja. Gucci Song hefur verið frekar vinsælt lag í Svíþjóð í sumar. Lagið er úr smiðju Trans94, umboðsskrifstofu og útgáfufyrirtækis í Svíþjóð. Hópurinn sér m.a. um sænsku tónlistarmennina Silvönu Imam, sem kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra, fyrrnefndan Michel Dida, Erik Lundin og Cherrie en sú síðastnefnda vann til verðlauna á sænsku Grammi-verðlaunahátíðinni árið 2016 fyrir R&B og hipphopp-plötu ársins. „Það er heiður að vera í sambandi við þetta gengi. Trans94 eru svolítið mikið búnir að vera að gera svona remix-verkefni og fleira – það var að koma út heimildarmynd um Silvana Imam og bók sem heitir Third Culture Kids sem fjallar um krakka sem hafa alist upp í öðrum menningarheimi en foreldrar þeirra koma úr. Þetta er bara nett gengi. Michel Dida er mjög flottur. Síðast þegar hann gerði svona stórt remix var það lagið Höru Mej Bae sem varð risastórt á Norðurlöndunum. Það kom remix með stelpum eingöngu – Zara Larsson er til dæmis með í því. Gucci Song hefur fengið remix með sænskum göturöppurum og Dida vildi gera spes remix með íslenskum röppurum – þeir eru búnir að fylgjast með senunni hérna heima og finnst það náttúrulega mjög spennandi og því lá alveg beint við að gera eitthvað feitt hérna heima, þannig að Jóhann, Jóhanna Rakel og Birnir negldu niður vers. Þetta er allt bara mjög spennandi, þetta eru stærstu og virtustu rappararnir í Svíþjóð í dag, myndi ég segja,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn af heilunum bak við verkefnið.Birnir stökk á remixið ásamt Jóhönnu Rakel og Jóhanni Kristófer. Vísir/Anton BrinkEr eitthvað fleira svona á leiðinni frá ykkur? „Þetta er partur af stærra samstarfi sem við Les Freres Stefson erum búnir að vera að setja upp. Við höfum verið að vinna með röppurum í Danmörku, á Írlandi og svo í Svíþjóð núna. Við erum búnir að að fá til Íslands danska rapparann Emil Stabil – hann kom á Airwaves og svo fengum við hann aftur á MR-ball – við erum líka að vonast til að hann komi og spili aftur í haust. Sama máli gegnir um Unge Ferrari sem er norskur rappari – hann spilaði á Airwaves og svo MR-ballinu. Síðan er það írskt band sem er að koma á Airwaves sem heitir Hare Squead sem við linkuðum upp með þegar við vorum að spila í Brighton og væbuðum með. Við fengum þá til að koma á Airwaves og vonandi í stúdóið. Þeir eru búnir að taka þátt í einu Sturlu Atlas lagi sem kemur vonandi út í haust. Þetta band hefur til dæmis gert lag með Goldlink og er að fá sturlaða spilun. Það er bara gaman að þessi frábæra íslenska sena sé ekki bara að gera hipphopp sem er vinsælt hérna heima heldur í raun samkeppnishæft úti í heimi.“ Lagið Gucci Song „Reykjavík remix“ kemur á streymisveituna Spotify á morgun.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira